Páfagaukurinn minn hún Sól er farin að koma með svona frekjuköst við og við og það er vegna þess að hún fær ekki næga athygli greyið út af því að við erum búin að vera með hundinn hans afa míns lánaðan í 1 og 1/2 mánuð.
Það er ekkert smá fyndið!
Hún öskrar og öskrar þegar við erum að fara að sofa til þess að það komi eikker að tala við hana og oftast er það gert!
Hún gargar svo á greyið hundinn sem hefur ekki gert henni neitt.
Og svo fer hún í fýlu til að láta vorkenna sér.
Og svo þerr mar fer að vorkenna henni fer hún að garga svona eikkern veginn: ,,af hverju fær hann athygli en ekki ég, já bara skammastu þín!"
Tekur ykkar páfagaukur frekjuköst eða er minn bara svona frekur?