Sögur af pásunum mínum;) Jæja, mér datt í hug að senda inn nokkrar sögur af pásunum mínum, þeir hafa gert margt skemmtilegt af sér hehe yfir árin;)

Jæja ég byrja á Kíkí, þegar hún lifði var hún rosalega gæf og skemmtileg. Stuttu eftir að við fengum hana þá byrjaði hún að troða sér ofan í gatið sem er á matardöllum utan á búrum, þið vitið gatið sem er á milli þar sem fuglinn stendur og þar sem dallurinn er. En alla vega þetta er ekkert voðalega stórt gat þannig að hún þurfti svona aðeins að troða sér;) Og það sem var meira var að hún stóð á fótsiginu, og stakk svo hausnum á undan niður og hjékk á fótunum, rosalega krúttlegt;)

Svo þegar hún og Dídí eignuðust unga byrjaði Dídí auðvitað að kenna honum að fljúga. Fyrir ykkur sem ekki vita er það móðirin sem matar ungann og kemur honum á legg, en pabbinn fær að kenna flugið;) Ég var með bara svona venjulegt ljós, með snúru og svona og Dídí var vanur að fljúga á snúruna og var þá svona ekki alveg lóðréttur heldur einhvern veginn á hlið. Hann ætlaði svo að kenna litla unganum sínum það. En það gekk ekki alveg. Litli þorði nefnilega ekki að lenda á snúrunni. En Dídí reyndi og reyndi að kenna honum og það var mjög gaman að fylgjast með hvernig hann kennir afkvæminu;) Svo í eitt skiptið settist Dídí á snúruna, og ´´benti´´ litla að koma líka. Litli þorði ekki alveg en fór samt, og lenti á bakinu á Dídí sem varð ekkert smá hneykslaður og hann fór aldrei aftur á snúruna eftir þetta, var bara smeykur við það held ég;)

Þegar ég baðaði þá, þá sprautaði ég á þá með svona úðabrúsa, þannig þeir rennblotnuðu nú ekki. Svo þegar ég var búin að úða þá þá byrjuðu þeir að nudda sér utan í allt í búrinu til að þurrka sig og það er eitt það krúttlegasta sem ég hef séð! Dídí gerir þetta reyndar voða sjaldan eftir að Kíkí dó sem mér finnst mjög leiðinlegt vegna þess að þetta var svo krúttlegt;) Þið getið séð mynd af þeim gera þetta á Kasmír síðunni minni, hún er reyndar voða óskýr en eitthvað er samt hægt að sjá held ég:)

Endilega ef þið hafið einhverjar svona skemmtilegar sögur af dýrunum ykkar að segja frá þeim:)

Kv. Sweet ;)
Játs!