Heimkynni.

Varpheimkynni lunda eru við norðanvert Atlantshaf, um Ísland, Færeyjar, Bretlandeyjar, Ermarsund,um mestalla Noregsströnd austur að Múmansk, Jan Mayen, Svalbarða og Nóvaja Semlja, en að vestanverðu um Grænland, Labrador, Lárensflóa og Nýja England.
Lundinn er farfugl og hverfur alveg frá ströndinni að vetrarlagi og fer ýmist til Bretlandseyja, Nýfundnalands eða dreifir sér um miðbik úthafsins.

Stofnstærð

Svo er áætlað að íslenski lundastofninn se´um 10 milljón varppör, sem þýðir 20 milljónir einstaklinga og er það talið 2/3 af heildarstofninum.

Lundasvæði á Íslandi

Mestu lundasvæði hér við land eru í Vestmannaeyjum, vestur á Mýrum og um innanverðan Breiðarfjörð. Þekktust eru lundavörp í Lundey og Viðey við Reykjavík, í Klakkseyjum á Breiðarfirði, í Vigur á Ísafjarðardjúpi, Lundey við Húsavík, Mánareyjum við Tjörnes, í Skrúði og Papey út af Austfjörðum og af Vestmannaeyjum í Bjarnarey, Elliðaey og Álfsey, en annars eru lundahöfðar allt í kringum land óteljandi.

Pysjur

Ungi lundans nefnist víðast á landinu kofa, nema í Vestmannaeyjum pysja. Upp úr miðjum ágúst hættir lundinn að fóðra ungann. Hann fer á stjá til sjávar að næturlagi, býr yfir staðgóðu nesti í fitulagi en á að bjargast upp á eigin spýtur. Ekki rata þó allar beinustu leið út á sjó. Það gerist til dæmis í Vestmannaeyjum. Sumar lenda inni í bænum því ljósin þar glepja og þær lenda á götum bæjarins eða í húsagörðum. Eftir að þær eru lentar geta þær ekki hafið sig til flugs á ný nema að sjá til sjávar og eru því bjargarlausar þar sem þær lenda. En þá kemur til kasta barnanna í Vestmannaeyjabæ á Heimaey. Þau vaka frameftir þessar nætur til að leita pysjurnar uppi í myrkrinu og hjálpa þeim aftur til sjávar og út í heim. Björgun lundapysja er einn skemmtilegast tími ársins hjá börnum í Vestmannaeyjum. Þetta er svokallaður lundapysjutími hjá þeim og stendur yfir frá byrjun ágústmánaðar fram í september.
Börn í Eyjum skipast í heilar björgunarsveitir til bjargar þessum strandaglópum. Þau fara um götur bæjarins með kassa sem þau láta pysjurnar í, en síðan er farið með kassana næsta dag niður í fjöru þar sem þeim er sleppt með því að hjálpa þeim til flugs á haf út.
Oft myndast keppni milli barnanna um það hverjir ná flestum pysjum og skipta þær stundum tugum sem hvert barn nær á kvöldi. Þegar pysjunum er sleppt er það svo kappsmál að sjá pysjuna fljúga sem lengst út á hafið.
Pysjubjörgunin í Vestmannaeyjum er orðin þekkt víða og fólk kemur allsstaðar að af landinu með börn sín til Eyja á þessum tíma til að leyfa þeim að taka þátt í ævintýrinu. Einnig eru þessir björgunarleiðangrar barnanna farnir að vekja athygli víða um heim.
Þegar lundapysjurnar yfirgefa Heimaey læra þær fljótlega að fiska handa sjálfum sér. Eftir aðeins átta vikur fljúga margar þeirra meira en 1600 km. til miðanna kringum Nýfundnaland. Þær taka út þroska sinn á einum eða tveimur árum áður en þær koma aftur til Vestmannaeyja. Þegar þær eru fimm ára gamlar fara þær að para sig. Hvert par kemur upp unga á hverju ári. Strax og unginn verður pysja og yfirgefur holu sína verður hann að sjá sér farborða og getur lifað allt upp í 29 ár.

———————————————— —————–
Ég vill taka það fram að ég fann þeta á netinu og sendi þetta inn svo fólk gæti fræðst um lunda en ekki til að græða stigþ
Ég gaf ykkur von sem varð að vonbrigðum…