Tek enga ábyrgð á stafsetningar- og innsláttarvillum.
Meðferð finka og kanarífugla a að vera svipuð og páfagauka. Rétt fóðrun, hæfilegur hiti og hreinlæti skipta hér mestu máli.
Það tekst sjaldan að kenna finkum kúnstir eða tal. Þótt þetta tornæmi finkanna sé óneitanlega ókostur, hafa þær þó ýmsa kosti. Þær eru hreinlegar og ná oft að kvaka ljúft og skemmtilega. Finkur eru harðgerar og duglegar við að koma upp ungum. Þarf að passa uppá að þær verpi ekki oftar en 2-3svar á ári. Fái þær að verpa að vild getur það reynt um of á kvenfuglinn. Finkur lifa í u.b.b. 8 ár.
Mælt er með FINCH FOOD (finku fóður) sem meginuppistæðu í fóðri allra finka. Til þess að auka fjölbreytnina er til FINCH TREAT, sem er kjarnmeira en FINCH FOOD.Gott að gefa grænt fóður og skordýr. Munið að hafa frjálsan aðgang að skeljasandi eða sandsteini. Gefið vítamín.
Kanarífuglar eru meðal hinna ljúfustu búrfugla. Þeir eru vingjarnlegir, líflegir og glaðlegir og una sér vel í híbýlum manna. Þeir veita mikla ánægju, án hess að gera miklar kröfur um laun í staðinn. Með þolinmæði má kenna kananífuglum að leika einfaldar kúnstir. Karlfuglinn syngur, en það gerir kvenfuglinn sjaldan. Kanarífuglar lifa venjulega í 8-12 ár þótt vitað sé um mun hærri aldur.
It's a cruel world out there…