Tek enga ábyrgða á stafsetningar og innsláttarvillum. :)
Ræktun páfagauka er skemmtilegt og oft arðvænlegt tómstundagarnan, Til þess að ná sem bestum árangri við ræktunina er mikilvægt að nota óskylda fugla, að minnsta kosti 9 mánaða til ársgamla.Páfagaukar geta verpt árið um kring og verpa þá að meðaltali þrisvar á ári. Festu lítinn varpkassa við búrið. Kassinn á að vera af stærðinni 25xl5xi5cm. Opið á kassanum á að vera 4½ cm í þvermál og.u.b.b. 5 cm frá toppnum. Í botni kassans er gert dæld til þess að eggin velti ekki út um allt. Hægt er að kaupa tilbúna varpkassa í búðum.Kvenfuglinn verpir venjulega fjórum til sex eggjum, sem ungað er út á u.þ.b. 2 ½ viku. Mælt er með, að í eina viku fyrir mökun sé fjórum dropum af WHEAT GERM bætt við fóður bæði karl- og kvenfuglsins.
WHEAT GERM OIL inniheldur mikið af E-vítamíni, en bað er mjög nauðsynlegt til þess að varpið takist vel. Nokkru áður en varpið á að fara fram og einnig meðan á varptímanum stendur, er rétt að fóðra fuglana PARAKEET NESTLING FOOD til viðbótar við venjulegt fóður þeirra til þess að varpið takist sem best. Þetta varpfóður er sérstaklega prótein auðugt og mun því sjá fuglunum fyrir þeim styrk og þeirri orku, sem þeir þarfnast á þessu tímabili.
Fuglarnir fóðra unga sína sjálfir þar til þeir eru u.þ.b. mánaðargamlir. Þeir fara þannig að því, að éta sitt venjulega fóður en æla því síðan upp í ungana. Eftir að ungarnir yfirgefa hreiðrið er ráðlagt að dreifa fræi á botn fuglabúrsins þar til ungarnir venjast við að éta úr venjulegum fræskálum.
Auðkenni kynjanna. Vaxhúðin er sérkennilegur gljáandi hnúður og efst í henni opnast út tvær nasaholur. Litur vaxhúðar greinir helst kynin í sundur. Á karlfugli er hún sterkblá, en móleit á kvenfuglum. Blái liturinn á vaxhúð karlfugla er alltaf auðþekktur, en þó verður hann daufari, ef fuglinn er veikur. Og á gömlum fugli verður vaxhúðin brúnleit og oft rákótt. Vaxhúð kvenfuglsins er móleit en breytileg eftir einstaklingum og árstíðum. Hún verður oft hrukkótt með aldrinum. Á fengitíma er vaxhúðin yfirleitt sléttari og skærlitari, en þess á milli dekkri og dálítið óskýrari á lit. Það er erfitt að ákvarða kyn ungra fugla þar sem bæði karl- og kvenfuglinn eru með fölbláa rák yfir nefinu. Eftir að þeir eru orðnir þriggja mánaða gamlir tekur rák kvenfuglsins á sig brúnan lit, en rákin á nefi karlfuglsins verður skærblárri. Nefrákin á al-hvítum og algulum karlfuglum verður rauðbleik á litinn.
Eftir að varpið er afstaðið er ráðlagt að hvíla foreldrana vel áður en þeir eru látnir verpa aftur. Til þess að styrkja uppbyggingu beina og líkama unganna ætti að gefa þeim VITA-SOL. VITA-SOL er mikilvirk upplausn fjölmargra vítamina,, sem er góð fyrir ungana í uppvextinum og eykur heilbrigði þeirra og styrkleika.
It's a cruel world out there…