Kína páfi, (psittacula derbyana) hefur fíngerðan fiðurham og milda liti. Hann er grænleitur á baki, ljósblár á höfði og bringu með vínrauðri slikju. Lifir í barrskógum í austanverðu Tíbet og suðvestur-Kína.
Næst kemur furðufugl, sem lætur ekki mikið yfir sér, allur gráflikóttur, en þó með rauðar fjaðrir í stéli. Heldur sýnist hann ótútlegur með ýfðan fiðurkrans, ens og prestakraga á hálsinum. Þetta er grápáfi, (Psittacus erithacus) og er vita menn varla, hvar á að skipa honum niður í ættkvíslum páfagauka, vaxtarlag hans er einna líkast dvergpáfum, en hann er miklu stærri. Hinsvegar hlotnast honum sá heiður, að gefa honum mannsnafn, og er hann víðast kallaður Jakob, verður honum heldur ekki mikið um að seigja sjálfur til um nafns, því hann nær mestri leikni allra dýra í að tala mannamál, en til þess þarf mjög að sinna honum, því hann er viðkvæm sál, lofa honum oft að ganga lausum, horfa á sjónvarpið og svo að segja sitja oft til borðs með fjölskildunni, en hann er kúnstugur skemmtilegur fugl. Heim kynni hans eru Vestur-Afríka, um gullströndina inn ó Mið-Afríku. Þar er hann á ferli í stórum hópum og fylgir honum mikill hávaði og skrækir.Þar verpir hann í holum hátt uppi í tré. Sem búrfugl nær hann háum aldri, getur orðið 70 ára.
Öldupáfar eða nestorar lifa á Nýja Sjálndi, og eru fornlegastir á búkmestir páfagauka. Stærsta tegundin er þó útdauð og þá aðeins eftir tvær tegundir. Fer einkum orð af kjápáfa eða keafugli (Nestor notabilis). Hann er stór, 50 cm, og sterklegur, ólífugrænn með svörtum yrjum. Auðþekktur af löngum, sterkum krókbognum efragoggi. Nálgast að vera alæt, étur jurtir, skordýr og hræ. Ný-sjálenskum fjárbændum er í nöp við hann, því hann ræðst á kindur og rífur á hol með nefkróknum. Verpir í klettaglufum, flýgur lítið.
Þið verðið að afsaka ef þið finnið stafsetniga villur, og ekki seja útá þær.
Ég gaf ykkur von sem varð að vonbrigðum…