litur vaxhúðar (eiginlega nef fuglsins) greinir helst kynin í sundur. á karlfugli er hún sterk blá, en móleit á kvenfuglum. blái liturinn á vaxhúð karlfugla er alltaf auðþekktur, en þó verður hann daufari, ef fuglinn er veikur. og á gömlum fugli verður vaxhúðin brúnleit og oft rákótt.

meginreglur aðlögunar

fyrstu vikurnar þurfið þið svo að sýna unga gáranum sérstaka umhyggju og forðast allt sem gæti hrætt hann, og þar má sérstaklega nefna:
* hávaði eða stöðugur óróleiki í grennd við hann, einkum dyraskellir.
* að högg eða hristingur komi á búrið.
* hraðar eða ofsafengnar hreyfingar í nánd við hann.
* skært ljós að kvöldlagi (og almennt á raflýsing við búrið að vera dauf).
* ljós á sjónvarpskermi og hávaði úr hátölurum.
* skærlit eða mjög dökk föt. setjið heldur ekki upp skrýtna húfu né hárrúllur
* en einkum verður að forðast að trufla næturró fuglsins.

sár

einkenni: bæðandi eða blóðstorkin sár í húðinni. hugsanlegar ástæður: árekstur við beitta hluti. bardagi keppinauta. fyrstu aðgerðir: þvoið sárið úr volgu soðnu vatni, helst kamilluböndnu. fuglinn þarf kyrrð. smásár gróa af sjálfu sér. frekari meðhöndlun: látið dýralækni búa um stærri sár.

vonandi gagnaðist þetta ykkur e-ð, skrifa kannski meir seinna ;)