Þá er kominn þriðji og síðasti hlutinn:)

Hvað þýðir, ef gári….

Gapir og glefsar út í loftið: - Þannig hegðar hann sér ef hann er með kvalir eða er yfir sig hræddur, en þá fylgir venjulega það einkenni, að fuglinn teygir sig allan á langveginn og verður mjög mjósleginn.

Teygir úr vængjum til hálfs: - En því fylgir að hann setur vínkilhorn á úlnliðinn. Þá er hann annaðhvort að gera sig til fyrir kvenfugli og teygir þá ekki úr sér, eða að ógna keppinaut og þá gerir hann sig grannan og fylgir því viss óttakennd.

Sparka í brjóstið hver á öðrum: - Þegar karlfuglar keppa um hylli kvenfugls, ráðast þeir hver á annan með útþöndum fiðurham og sparka í eða raunar trampa á brjósti hvors annars, þangað til annar hefur fengið nóg og lúskrast burt sem kólfi væri skotið (þetta er skrýtið orðað hehe)

Bíta í fæturna hver á öðrum: - Það er háttur kvenfuglanna, þegar þær berjast sín á milli, að reyna að bíta í fæturna hvor á annarri. Takist það, gefur sú sem bíður ósigur frá sér skelkskræki og játar sig minnimáttar. Þrátt fyrir það að hún gefist upp, heldur hin áfram að höggva í hana, þangað til blóðið lagar.

Bíta eigandann: - Gárar eru svo sterkir í goggi að bit þeirra getur verið töluvert sársaukafullt. Fyrir kemur að gári ætlar að bíta eiganda sinn og er hann þá annaðhvort skelfingu lostinn eða haldinn mikilli árásarhneigð. Einnig kemur fyrir að gárar bíti maka sinn eða félaga og eiganda sinn mjög fast af einskærri leikgleði eða af því að þeir ganga of langt í ástarhótum sínum. Þó kvenfuglinn sýnist grimmur, þegar hún goggar í maka sinn, kemur varla fyrir að hann særist. Stundum berjast gárahjón þó svo harkalega að það getur leitt til alvarlegra sára eða dauða (karlfuglinn fer venjulega halloka). Ástæðan fyrir svo miklum fjandskap milli fuglanna, stafar venjulega af því að búr þeirra er of þröngt.

Þegar þeir drita: - Gári þarf sífellt að skíta á 15-20 mínútna fresti. Ef hann situr á grein, á fingri þínum eða öxl, hefur hann ekkert fyrir því að hægja sér, en lætur dritið bara falla, þar sem hann er staddur. Ef hann er hinsvegar niðri á sléttu gólfi, hefur hann meira fyrir því. Þá þarf hann svolítið að rembast og stendur hreyfingarlaus dálitla stund eftir að hann hefur losað sig við það. Ef fuglinn æsist, þarf hann oftar að drita og ef hann verður skelfingu lostinn, fær hann skitu.

Jæja þá er þetta búið, þetta er eins og hitt úr bókinni Gári litli og ég vona að þetta hafi gagnast einhverjum:)

Kv. Sweet:)
Játs!