Fuglar/Fuglabúr: Syngjandi, fljúgandi eða skrautlegir fuglar í draumi þykja gott tákn. Að gefa fuglum er fyrir nýjum, áhrifamiklum vinum eða breytingum í starfi. Að drepa fugla er ekki fyrir góðu og að ráðast á fuglahóp með offorsi er bending um að sálarástandið sé ekki í góðu jafnvægi eða að langvarandi, innibyrgð gremja sé um það bil að brjótast út í óheppilegum farvegi.
Gullfiskar: Sprækir og fallegir fiskar í tæru keri eru fyrir vellíðan og góðum fjárhag. Dauðir fiskar eða undarlegir eru fyrir miklum vonbrigðum. Að halda á gullfiski er fyrir skammvinnri ánægju.
Hundar: Hundavinum er hann gott draumtákn. En þeir sem óttast hunda eða er illa við þá verða að taka þá sem aðvörun. Varðhundur getur verið til marks um að þú þarfnist ummönnunar og handleiðslu. Hundar í áflogum tákna átök innan fjölskyldunnar. Ef hundur vill sleikja þig og sýna þér vinahót verðurðu aðnjótandi mikillar ánægju. Glefsandi og urrandi hundar eru ekki boð um neitt gott nema önnur tákn séu mildandi. Að leika sér við hund getur verið fyrir vafasömum launum fyrir verk sín.
Hestar: Í draumum um hesta eru litir þeirra mjög afgerandi. Yfirleitt þykir betra að dreyma ljósa hesta en bestir eru þeir hvítu. Svartir hestar tákna óheillatákn. Dreymi ógift fólk að það stígi á bak stórum og fallegum hesti er það fyrir varanlegu sambandi. Hlaupandi, órólegir hestar eru fyrir fljótræðisverki. Rauður hestur boðar ánægju og skemmtun, leirljós:veikindi; gráskjóttur: sukksamt líf; grár: gæfu og gleði; jarpur: velgengni; bleikur: mótlæti, veikindi. Að járna hesta er fyrir erfiðleikum.
Kettir: Kettir geta merkt svikula elskhuga, öfund, illmælgi og alls konar ama. Sumir telja það gott tákn að drepa kött. Kattarklór getur verið fyrir veikindum. Að sjá ketti á veiðum eða að leik boðar að heimilisfriðnum sé ógnað.
Kettlingar: Ef kettlingur klórar þig er það tákn um að sá eða sú sem þú leggur hug á hefur heldur erfiða og stríðnisfulla lund og sambúð með slíkum aðila gæti orðið stormasöm.
Kanína: Hvít kanína er fyrir velgengni í þinn garð.
Eðlur: Þú kemst í slæma klípu og þarft á snarræði að halda. Risaeðlur tákna að hugmyndir þínar eru of draumórakenndar og að betra væri fyrir þig að endurskoða þær. Þær geta líka táknað að þú sért of handgenginn úreltum skoðunum.
Jæja, hefur einhverjum svo dreymt um dýr?
Kv. Sweet;)
Játs!