Brottflug - Týndir fuglar Passið ykkur á að fuglinn ykkar sleppi ekki út=)

Flestir búrfuglar deyja hörmulegum dauðdaga, ef þeir fljúga burt. Þeir geta ekki bjargað sér úti í náttúrunni. Þeir sleppa út með ýmsum hætti:
# Út um opnar dyr eða glugga
# Með því að smjúga óvænt út um skúffurifuna, meðan verið er að skipta um sand.
# Ef dyr búrsins lokast ekki nógu vel, eða ef fuglinn getur opnað lokuna með gogginum.
# Ef grindateinar á búrinu hafa losnað, því fuglinn getur smogið út um ótrúlega mjóa rifu.
# Því fylgir hætta, ef fuglinn er vanur að sitja á öxl, höfði eða húfu eiganda síns. Honum getur þá orðið á að taka hann óafvitandi út með sér.
# Sama getur komið fyrir gesti þegar þeir kveðja. Fuglinn situr kannski rólegur á öxl hans og enginn tekur eftir honum.
Þegar fugl sleppur út, flýgur hann fyrst nokkurn spöl út í loftið. Allt í einu gerir hann sér ljóst, að hann er villtur og verður svo ær í fáti og fumi, að hann veit ekkert hvað hann gerir. Eftir það er hann rammvilltur og vonlaust að hann rati heim. Oftast flýgur hann þá bara lengra og lengra eitthvert út í bláinn.
Margir fuglaeigendur halda að nóg sé að gardína sé þétt fyrir glugganum. En fuglarnir eru duglegir að klifra í gardínum og þegar þeir koma alveg upp, smjúga þeir gegnum mjóa rifuna efst við kantinn og klifra svo niður hinu megin. Þar með eru þeir við opinn glugga og fljúga burt, ekki af óánægju né í strokhug, heldur af hreinni fávisku.
Brottflugið er þannig langsamlega mesta hættan sem vofir yfir hverjum gára.
Tekið úr bókinni gári litli að mestu leyti.

Ég er það heppin að hafa aldrei misst fugl út hjá mér, og ég vorkenni ykkur sem hafa lent í því, því þetta hlýtur að vera hræðilegt fyrir fuglinn.

Kv. Sweet:)
Játs!