Fóðrunin er mikilvægasti þátturinn í réttri meðferð páfagauksins. Rétt samsett fóður veitir þeim þá orku, sem þeir þurfa til þess að geta leikið listir sinar, talað og verið almennt fjörugir og Iíflegir. Þannig mun rétt samsett fóður viðhalda heilbrigði þeirra og styrk, og bægja þannig frá algengum veikindum, sem hrjá rangt fóðraða fugla. Páfagaukar fella fjaðrir nokkuð reglulega. Til að milda þá breytingu er til sérstakt fóður MOULTING FOOD. Þegar páfagaukar fara að fella fjaðrirnar, er teskeið af MOULTING FOOD bætt út í hinn venjulega matarskammt.Ti! þess að fullviss sé, að fuglinn fái rétt vítamin, er mælt með VITA-SOL, sem er kraftmikill blanda fjölmargra vitamina. VITA-SOL eru vitaminin A, Bi, B2, B6, D2, Panthenol, Niacinamide og Choline. Hlutföll blöndunar eru sérstaklega miðuð við vitamín þarfir fugla í búrum. Regluleg gjöf VITA-SOL gerir fuglana heilbrigðari, líflegri og mótstöðumeiri gegn veikindum. Hveitikimolia er E vitaminauðug. Í henni er ómettuð fita, sem stuðlar að því að húð páfagauksins verður heilbrigð og fjaðrirnar gljáandi.
Hunangsstangirnar eru úrvals korn og náttúrulegt hunang, sem fest er á stöng. Hunangsstangirnar eru mikið uppáhald páfagauka og mjög næringarríkar. Það er góð venja að gefa TONIC & BITTERS einu sinni í viku. Þannig heldur þú fugli þínum í topp formi, TONIC & BITTERS var fundið upp fyrir mörgum árum sem almennt styrkjandi meðala blanda. Hún er einkum góð gegn smávægilegum kvillum og til þess að hindra að kvillarnir verði að meiriháttar veikindum hjá fuglinum.
Cuttle Bone (kolkrabbabein) er mikilvægur steinefnagjafi fyrir fugla. Þeir nota bað einnig til þess að brýna gogginn . Gott er að festa mola af CUTTLE BONE inn í búrinu, nálægt prikinu. Taktu það af og til út úr búrinu þar sem of mikið af CUTTLE BONE (kolkrabbabeini) veldur því að húðfita fuglsins getur þornuð of mikið. Þegar CUTTLE BONE er orðið óhreint skal skipta um og setja nýtt I staðinn. Annar steinefnagjafi fyrir fugla er PARAKEET MINERAL TREAT, en i honum er Cuttle Bone ásamt kalsium, brennisteini og öðrum steinefnum. Þessi steinefni eru fuglunum mjög nauðsynleg til að viðhalda styrkleika beinanna. Vatnsílát fuglsins skal fyllt af fersku vatni á hverjum degi. Stráið PARAKEET GRAVEL ~ CAGE PAPER á botn fuglabúrsins eða notið GRAVEL PAPER, og skiptið um eftir þörfum, þannig að fullkomins þrifnaðar sé gætt.
It's a cruel world out there…