Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér að fá henni félaga en hún er víst orðin nokkuð gömul til þess (mér var ráðlagt í dýrabúð að gera það ekki nema félaginn væri á svipuðum aldri og það er erfitt að finna út úr því ekki satt?)
Annars er hún ótrúlega sjálfri sér nóg, hún er ein heima meirihluta dagsins meðan við erum í vinnu og skóla og hefur bara útvarpið að hlusta á. Hún er í góðum holdum, pattaraleg og hraustleg. Ekkert feimin við okkur en er svo sem engin kelirófa heldur (kemur alveg á puttann en umgengst okkur svo sem ekki mikið meira). Hún fær að fljúga eins mikið laus og hún vill (búrið opið) og nýtir sér það annars vegar til heilsubótar - hreyfiþörf - og eins til að láta okkur vita að við höfum gleymt að bæta á kornið eða vatnið hjá henni.
Skyldi hún bara vera hamingjusöm með lífið eins og það er, kannski óþarfi að breyta því á gamals aldri?
Kveð ykkur,