Einn mánuð gekk ég inn í gæludýrabúðina og ætlaði að fá mér fugl sem gæludýr eftir að systir mín tók kettina 2. Ég fór rakleiðis í fuglahornið og sá þar fátt annað en sætan ástargauk sem virtist svo gæfur, fór í hálfhring með hausinn til að reyna að bíta fingurinn. Hann var flottur, í öllum regnbognslitum og ég var næstum því búinn að kaupa hann, þegr að konan sagði mér að hann væri 2 ára. Það vakti undur og ég spurði hvers vegna hann hefði ekki selst. Konan sagði að hann hafi áður átt heimili en hafi verið skilað af því, vegna þess að hann hafi verið svo frekur! Ekki leyst mér á það svo eg spurði hvort von væri á öðrum ástargaukum nýlega. Og viti menn, það var von á nokkrum ungum bráðlega svo ákveðið var að skrá sig á lista hverjir vildu kaupa þessa fugla.
Eftir langa bið(tvo mánuðu)kom ég aftur í búðina og fékk fuglinn afhentan í þröngum kassa og þess vegna var drifið í að fá búrið, matinn og allt það og farið heim í flýti. Fljótlega var fuglinn settur inn í búrið, ég fór á skákæfingu og svona liðu nokkrir dagar þegar að skyndilega fór hann í fyrsta skipti á öxlina á mér. Síðan þá hefur hann verið sérstaklega gæfur(og uppáþrengjandi)svo ég hef ekki séð annað eins. Núna er hann nokkurra mánaða en samt svo sérkennilega gáfaður af fugli af vera, til dæmis var hann á baðherberginu um daginn og bjó til rólu úr rafmagnsnúru! En nú ætla ég ekki að skrifa meira í bili, kveðja, sverrsi.