Nágranni minn, lítil stelpa sem býr í húsinu á móti okkur,
átti tvo litla páfagauka. Það væri ekki í frásögur færandi
nema það, að á gamlárskvöld fer hún út að skjóta upp með
hinum rétt fyrir klukkan 00:00. Það er mikið skotið upp og rosa gaman, en þegar hún kemur inn, rétt eftir klukkan tólf þá sér hún litlu greyin, bæði tvö liggjandi á botninum á búrinu, báðir dánir.
Þá höfðu þeir fengið hjartaáfall, þeir höfðu ekki þolað
lætin í sprengjunum eða bara verið svona rosalega hræddir :(
Litla hjartað í þeim bara þoldi þetta ekki.
Að sjálfsögðu var mikil sorg hjá litlu stelpunni, og mun hún ekki eiga góðar minningar af þessum áramótum.
Það er leiðinlegt að sjá hvað þetta kvöld hefur slæm áhrif á dýr.Kisurnar mínar voru alveg að missa vitið af hræðslu og voru alveg kjökrandi þar til daginn eftir.
Er ekkert hægt að gera til að gera þessum elskum auðveldara fyrir?