Já, þetta getur komið yfir blessuð dýrin líka. Nova minn byrjaði á því í vetur að reyta á sér bringuna, bara svona eina og eina fjöður, en nú er svo komið fyrir honum að hann er nánast orðinn sköllóttur á bringunni og auðvitað ekki eins sætur og hann var! Ég fór að leita mér ráða og ég var auðvitað spurð þessara klassíku spurninga: Leiðist honum? Fær hann reglulegt bað?
En varla leiðist honum mikið, hann er með félaga, fyrst var það Ken og nú er það Mjallhvít og að auki býð ég honum upp á það daglega að fljúga lausum. Hann kann mikið að meta það og fer svo sjálfur inn í búrið aftur þegar hann er búin að fá næga hreyfingu. Nú ég keypti handa þeim fuglabað í fyrirfram jólagjöf og býð þeim daglega upp á bað. Kanarífuglum finnst nefnilega mjög gaman að baða sig, og vitum það sjálf, að manni líður alltaf best ný komin úr baði/sturtu, hrein og fín.
Svo ekki kom það til greina að væri rót vandans. Þá var mér bent á af honum Tjörvari að þetta gæti verið myrkrið. Og það eiginlega smellpassar! Kærastinn vinnur nefnilega vaktavinnu, dag-, kvöld- og næturvaktir, sem þýðir að hann er sofandi oft á daginn og á næturnar sef ég. Auðvitað reyni ég alltaf að setja þá fram í stofu þegar hann er á næturvakt, en yfirleitt ekki á kvöldvöktunum. Og það kemur víst oftar fyrir að hann gleymir að draga frá og kveikja fyrir þá. En ég er nú búin að minnast á þetta við hann og vonandi fá þeir meiri birtu framvegis. En þeir þurfa líka útfjólubláa geisla sólarinnar. Og þeir komast ekki í gegnum venjulegt rúðugler. Það eru oftast fá tækifæri á veturnar að setja búrið út í garð, en gott ráð er að kaupa flúor lampa og peru því það líkir nokkuð vel eftir geislum sólarinnar.
Mig langaði bara að benda fólki á þetta, svo allir geti nú átt hamingjusama fugla!
Gleðileg jól!!!
- www.dobermann.name -