Svona til að taka það fram og allir viti, þá er Sebastían kanína :)
Þetta eru fyrstu jólin okkar saman þannig að það eru ekki til neinar hefðir fyrir svo við verðum bara að búa þær allar til núna. Reyndar verðum við ekki heima hjá okkur, heldur heima hjá tengdaforeldrum mínum, þannig að við verðum kannski aðeins að aðlaga okkur þeirra hefðum.
Þar eru reyndar engin önnur gæludýr, nema gullfiskar, svo það verður enginn til að trufla eða hræða okkur. Þar sem ég hef þegar komist að því að Sebastían finnst greni mjög gott, þá sé ég fram á það að þurfa að fylgjast frekar grannt með honum þegar hann er eitthvað að nálgast jólatréð. Ég hef líka smávegis áhyggjur af því að honum eigi eftir að finnast gaman að grafa í jólapakkana :S
Við ætlum samt að þvo okkur í krók og kima, reyndar bara með þvottapoka, því Sebastían verður ofsareiður ef hann er settur í bað, fyrir jólin … jafnvel aðeins að greiða okkur með greiðu, það er svo gooooooooooooott! Svo má náttúrulega ekki gleyma rauðu slaufunni til að hafa um hálsinn. Sebastían mátaði hana reyndar um daginn og var fannst eiginlega miklu skemmtilegra að bíta í hana og leika sér með hana heldur en að vera fínn, en hvað um það, þetta er hans slaufa, hann verður víst að fá að ráða ;)
Svo þegar búið er að opna alla pakkana var ég að spá í að leyfa Sebastían að leika sér með pappírinn … vá hvað honum á eftir að finnast gaman að grafa í honum! :) ég er farin að hlakka til að fylgjast með honum.
Hins vegar veit ég ekki hvað við eigum að gera um áramótin :/ … reyndar hefur Sebastían aldrei verið neitt sérstaklega hræddur við hávaða, en ég veit ekki með svona hvelli og ljós og svoleiðis, það verður að koma í ljós hvað við gerum, en ég reikna ekki með að Sebastían fái að fylgjast með neinu á gamlárskvöld, nema þá kannski áramótaskaupinu ;)
Það er svo okkar heitasta ósk að það verði SNJÓR einhvern tímann um jólin svo við getum farið út að grafa og grafa! ég er alveg viss um að það á honum eftir að finnast skemmtilegt, allavega finnst honum gaman að grafa í sandkassa :)
Það væri gaman að heyra hvort þið hin hafið planað eitthvað með dýrunum ykkar um hátíðarnar!
Eva og Sebastían