Ég á fjórar kanínur sem ég ætla að fræða ykkur smá um!

Kalli minn:
Hann Kalli minn er þriggja ára brún og svört kanína, hann er besti vinur minn og ég hef átt hann síðan hann var lítill ungi, ég fékk hann hjá strák sem pabbi minn þekkir og systur hans -Doddu (litli bróðir minn skýrði hana)- með honum. Dodda var alveg hvít og með rauð augu, en hún dó svo seinna.

Perla mín:
Ég fékk Perlu hjá öðru fólki og þá var hún orðin stór og allt, við fengum hana aðallega af því að Kalli var orðinn svo einmana en núna er hún drottnig garðsins og ekkert annað! Hún er grá og hvít. Hún átti einu sinni fimm unga, þrjá brúna og tvo hvíta en sov þurftum við að gefa hina þrjá en ég á ennþá hina tvo sem heita Rúsína og Hannibal. Mér þykir alveg rosalega vænt um hana eins og allar hinar kanínurnar en hún er svo sérstök að ég get ekki að því gert að þykja pínu ponsu meira vænt um hana samt er Kalli bestur!

Rúsína:
Hún er ein af þessu fimm ungum og er í búri með bróður sínum hounm Hannibal! Hún er brún og hvít og er mjög pen og snyrtileg hún, kúkar aldrei inni þar sem hún sefur og er alltaf að “taka til” svo þegar hún er ungafull þá borðar hún aldrei nammi!! (ég held að henni finnist það óhollt fyrir “börnin sín”!) Hún er alveg rosalega mjúk og falleg.

Hannibal:
Hannibal er hvítur með gráan dindil, gráa snoppu og gráan dindil. Hann er svo stór og flottur og er alltaf, alla daga og allt árið voða fínn og snyrtilegur og rosalega mjúkur! Hann er rosalega blíður og sætur og er alltaf að sleikja mig, samt er hann svolítið feiminn, hann hefur orðið pabbi þrisvar og þá stendur hann vörð um ungana þegar mamman er að fá sér að borða eða eitthvað þannig, hann er svo ábyrgðarfullur!

Þetta eru allar kanínurnar mínar og vonandi hafið þið gaman að!