En ég ætlaði að segja frá fyrsta flugtímanum hans Kens. Ég hef nefnilega alltaf opnað búrið reglulega til að hleypa Nova út, því fuglarnir verða jú að fá sína hreyfingu líka. Honum finnst það alltaf svaka gaman og flýgur út um allt og fer svo bara sjálfur inn í búr þegar hann er orðinn þreytur. Nýju fuglarnir hafa hins vegar verið mjög undrandi yfir þessu öllu saman og hafa yfirleitt ekki hætt sér út. Jú þessi sem ég fékk fyrst fór einu sinni út en hafði greinilega aldrei fengið að fljúga frjáls, því hann var algjörlega úthaldlaus og var fljótur að gefast upp og ég varð bara að taka hann og setja hann inn í búr. En nú ákvað Ken að prófa. Og fannst líka svona svakalega gaman. Og Nova þótti þetta líka mjög gaman og elti hann og settist hjá honum þar sem hann hvíldi sig, eins og hann væri að hughreysta hann og hvetja hann til að vera ekki hræddur - ekkert smá sætt! Svo flaug Nova á búrið þeirra og fór að kalla á hann eins og hann væri að leiðbeina honum hvar búrið væri svo þeir gætu nú aðeins fengið sér í svanginn. Ken náði nú leiðbeiningunum nú ekki alveg strax svo það endaði á því að ég varð að aðstoða hann aðeins. Svo í gær opnaði ég búrið aftur og Ken lét ekki bíða eftir sér og stökk strax út og hafði mjög gaman af og í þetta sinn tókst honum að rata sjálfum inn í búr. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu, því það er eins og þeir séu að uppgvöta nýjan heim og læra að þekkja nýjar hættur og þurfa loksins að læra að spjara sig sjálfir.
- www.dobermann.name -