Þetta er líka þannig að ég mátti ekki fá kanínur nema ef þær myndu aldrei stíga loppu inn í húsið okkar svo ég fékk mér 2 hreinræktaðar kanínur (stórar, feitar meða lafandi eyru) og þær eru útikanínur ! Það má ekki hafa þessar venjulegu dvergkanínur sem eru oftast í dýrabúðunum úti alltaf, bara ef það er gott veður !
En ef þú færð nú útikanínu/r þá er mjög nauðsynlegt að hafa gott upphitað, einangrað búr !
Okkar búr sem ég er með kanínurnar mínar í er á háum fótum svo kuldin fari ekki í búrið upp úr jörðinni, svo er útilbúr og innibúr og gat sem þær rétt komast í gegnum út af því að gatið verður að vera eins lítið og hægt er til þess að kuldinn komist ekki inn í innibúrið.
Svo í innibúrinu þá er það einangrað á allar hliðar, botninn og loftið auðvitað líka, með þykku einangrunardóteríi (ekki svona hvítu plasti, það gerir ekki jafn mikið gagn, heldur einhver græn ull nokkurn veginn) svo er hitapera og hitamælir til að ég geti alltaf séð hvað það er heitt hjá þeim til að gæta þess að þaðverði ekki og kalt og svo að lokum þá er ég alltaf með hey hjá þeim, það gerir alveg rosalega mikið gagn ! Hitinn fer oftst ekki niður fyrir 10°C !
Svo er náttlega best að hafa 2 kanínur til að þær hafi smá félagskap og líka þegar það er kalt þá kúra mínar þétt saman, þa er alveg ótrúlega dúlló !
En svo verður víst að hafa leyfi fyrir útibúrum !
Hjá dýravernd ! Það eru svo margar kanínur´með alveg hræðilega léleg búr, frænka mín átti kanínur og unga í útibúri og svo eina kalda nótt þá dóu allar kanínurnar ),:
Þú getur lesið um þetta og séð myndir á www.dyravernd.is
Kv. Grímsla