Þetta er Nikita. Hún er Rússneskur Dverghamstur og ég var að fá hana á Laugardaginn 16. nóv!
Hún var minni en hinir ungarnir sem voru alltaf að bíta hana og stríða henni svo ég gat ekki annað en valið hana, greyið. Hún var auk þess langflottust því hún var sú eina sem var ljós á litinn :)
Ég ákvað að kalla hana Nikita því einhvern tímann heyrði ég að Rússneskt, fjarstýrt eldflaugaskeyti væri kallað Nikita eitthvað og mér fannst þetta svo flott að þega ég fékk Nikitu kom ekki annað nafn til greina, enda Rússneskur hamstur :)
Hún er gæfasti hamstur sem ég hef átt og er ekkert feimin við að koma upp í hendurnar á okkur, jafnvel þó við höfum bara átt hana eitt kvöld og einn dag! Svo er hægt að stinga henni ofaní vasa (ef hann er rúmgóður) og hún er alveg sátt við það.
Ég hef átt 4 hamstra í gegnum árin, þar af 3 hamstra á sama tíma og þeir voru allir þessir venjulegu hamstrar, með sína rosalegu fýlu og sváfu 20 tíma á dag en nú hef ég séð ljósið.
Dverghamstrar eru bara miklu skemmtilegri! Ja, allavega að mínu mati. Þeir eru minni en þeir geta orðið svo gæfir og skemmtilegir, vakna fyrr en hinir (flestir) og svo er líka varla nein lykt!
Þegar ég hugsa um hvernig þetta var með hina hamstrana þá er ekki hægt að líkja þessu saman. Ég er ekki einu sinni viss um að Nikita pissi því búrið er svo hreint ennþá.
Svo leyfði ég hundinum mínum að þefa af Nikitu en hún sleikti bara út um, er ekki viss hvort það þýði að hún vilji sleikja hana eða éta hana… :) Passa allavega Nikitu vel.
Hún er strax orðin rosalega dekruð og á 2 búr! Eitt fiskabúr sem hún býr í og eitt rimlabúr sem er stærra og með meira dóti í.
Skemmtilegast er samt húsið hennar sem er einskonar trjádrumbur með hurð og gat ofaná. Svo er lítið skilti fyrir ofan hurðina og þar stendur “hér búa Paco og Perla” en það eru mýsnar sem ég átti.
Ég ætla að breyta því í “hér býr Nikita” þegar ég hef tíma :)
Ég er allavega mjög glöð yfir að hafa fengið Nikitu sem er BESTI hamstur sem ég hef átt. Ég fékk hana í nýju dýrabúðinni Furðufuglar og Fylgifiskar! Þetta er glæný búð, ég rakst bara á heimasíðuna þeirra á netinu og spjallið þar er mjög skemmtilegt. Þau eru aðallega með fugla og fiska en líka nagdýr, froska, salamöndrur og fleira skemmtilegt. Eigandinn er Tjörvi.
Það sem mér finnst flottast hjá honum eru allir stóru páfagaukarnir sem hann er með, eins og African Gray og fleiri stóra, talandi páfagauka, svo geta þau þjálfað páfagauka fyrir fólk og eru með handfóðraða unga (Gára, Dísur, stærri fugla ofl) sem þýðir að fuglarnir eru gæfir frá fyrsta degi og er hægt að halda á þeim og svoleiðis strax og þeir eru keyptir því þeir eru svo gæfir.
Ef ykkur langa að kíkja á síðuna og spjallið getið þið farið hingað á heimasíðuna! <a href="http://www.tjorvar.is/html/furdufuglar_og_fylgif iskar__ga.html">heimasíðuna!</a>
Ef linkurinn virkar ekki er slóðin www.tjorvar.is