Jæja, núna er ég búin að fá naggrís sem heitir Terka. Hún er tveggja ára rósettu naggrís, allgjör dúlla og svört og brún á litinn. Allgjört átvagl!!!!! Það endar með því að hún étur á sig gat! Ég fór með hana í heimskón í gær. Til síns tilvonandi kærasta (blit stefnumót) Ég held að Göltur (tilvonandi spúsinn) sé nú ekkert hrifin af því hvað hún borði mikið! Allavegann voru þau dauðhrædd við hvort annað. Hún svoleiðis ríghélt í mig (reyndar setti hún neglurnar í mig.) Svo ekki var þetta nú löng heimsókn þar sem þau voru bæði svo hrædd! Ég ætla nú samt að fara með hana seinna aftur í heimsókn og hver veit nema það komi ungar frá þeirri heimsókn!
Þar sem mig langar svo svakalega að fá unga, þá langaði mig að spyrjast fyrir hérna um hvernig maður eigi að meðhöndla þetta, hvað lengi maður á að láta hana í friði, hvenær maður má loks sjá ungana o.sv.fr.

TAKK
It's a cruel world out there…