Ég á tvær hreinræktaðar,risastórar kanínur með lafandi eyru(lúpp kanínur, ég kann ekki að skrifa það rétt).
Þær eiga heima í kofa úti í garði sem ég og pabbi smíðuðum. Ég var nú reyndar að lesa í Mogganum að maður þyrfti að hafa leyfi fyrir dúfna-og kanínukofum sem maður hefur úti ! Ætli ég fari ekki að drífa mig í því.
Embla er hvít með rauð augu og Ósk er nokkurn veginn grá, mér var sagt í dýrabúðinni að þetta væri einn sjaldgæfasti liturinn.

Þær eru voðalega ljúfar og góðar og leyfa manni alltaf að klappa sér og allt svoleiðis en þær eru samt ekkert mikið fyrir að láta halda á sér.

En það erfiðasta við að eiga þær er að þrífa búrið, það þarf minnst tvo í það verkefni.
Á meðan ég þríf búrið þá þarf einn að halda þeim frá t.d. ef ég er að þrífa útibúrið þá er einhver sem heldur þeim inni með því að halda kubb fyrir opinu, en það er MJÖG erfitt, þær bíta í kubbinn og reyna að henda honum í burtu, svo ef það gengur ekki þá hætta þær allt í einu og eftir smá stund þá kemur eitthvað svaka högg á kubbinn. Þá er önnur þeirra búin að taka tilhlaup og steipa sér á kubbinn.
Þær eru alveg rosalega sterkar og það er alveg ótrúlegt hverju þær finna upp á.
Þær eru svipað stórar og meðalstór köttur og örugglega svipað sterkar og lítill hundur, ef ekki sterkari. Allavegana ræð ég ekki alltaf við þær.

Einu sinni þegar ég og pabbi vorum að smíða búrið og viðvorum búinn með útihlutann og við geimdum þær í honum um nóttina, en það var búið að troða spítu fyrir gatið sem var rækilega fest og við vorum með alskonar hluti í innibúrinu.
Svo daginn eftir fór ég til þeirra og þá voru þær búnar að taka spítuna í burtu og henda henni einhvert út í bláinn ogvoru búnar að taka meirihluann af því sem við geimdum í innibúrinu og taka það í útibúrið, þetta voru mjög þungir hlutir !
Svo voru þær bara lúllandi í innibúrinu þegar ég kom.

En ég var að spá í að láta Ósk (þessa gráu) eignast unga svo ég geti fengið fullt af pening (þetta voru rándýrar kanínur) en ég veit ekki hvórt ég geti haft þær saman ef ég geri það, myndi Embla eithvað verða vond við ungana ?

Kv. Grímsla