Hvað heldur fólk að það sé?! Ég er svo reið! Ég er svo óyfirstíganlega, óendanlega, yfirgnæfandi REIÐ!!! að ég ræð varla við mig! Ég ætla samt að hætta núna að nota upphrópunarmerki og skrifa greinina þannig að einhver nenni að lesa hana. Þessi grein tengist frétt sem á las á www.mbl.is. Til að þið vitið hvað ég er að tala um ætla ég að paste-a fréttina hérna á undan greininni minni.

<html><i>
<b>Síðasti söngur skógarþrastarins</b>
Lögreglan á Húsavík var kölluð út að íþróttahöllinni á Húsavík um helgina þar sem karlakórarnir Hreimur og Heimir voru að æfa fyrir tónleika sem þeir ætluðu að halda um kvöldið. Ástæðan var ekki sú að slegið hefði í brýnu milli skapmanna úr Suður-Þingeyjarsýslu og gestanna úr Skagafirði, heldur hafði skógarþröstur villst inn í húsið og valdið tónleikahöldurum hugarangri.
Að sögn lögreglunnar á Húsavík þótti ótækt að þrösturinn fengi að flögra um húsið meðan á tónleiknum stæði, því óttast var að hann kynni að drita á tónleikagesti eða jafnvel kórfélaga sjálfa. Þá hefði þrösturinn hugsanlega dregið athygli frá tónlistarmönnunum sem voru jú sumir komnir langt að.

Lögreglan mætti því á svæðið vopnuð háfi og loftbyssu og hugðist freista þess að handsama hinn óboðna þröst, annað hvort dauðan eða lifandi. Það gekk hins vegar brösulega lengi framan af. Hátt er til lofts í íþróttahöllinni og þrátt fyrir að lögreglu tækist að hæfa þröstinn með loftbyssunni var skotið þá orðið svo kraftlítið að það hrökk af fuglinum sem aðeins hristi sig og færði sig úr stað. Einnig tókst að hæfa fuglinn með brennibolta en ekki fékkst hann til að yfirgefa íþróttahöllina. Þrösturinn leitaði að lokum skjóls í viftu á loftræstikerfinu og hefur sjálfsagt talið sig hólpinn. Húsvörðurinn kveikti þá á loftræstikerfinu og þar með voru dagar þrastarins taldir, fiður þeyttist frá viftunni og ljóst að hann lést samstundis. Klukkustund síðar hófust tónleikarnir eins og ekkert hefði í skorist og tókust þeir að sögn viðstaddra firnavel.
</i></html>

Hvernig getur fólk leyft sér að drepa lítinn fugl, sem hefur ekkert gert af sér, að þeirri ástæðu einni að það vill ekki að hann skíti á sig. Hvernig hefði nú verið að gefa fuglinum bara færi á því að fara sjálfur út seinna um kvöldið þegar fólkið hefði yfirgefið bygginguna, því ég efast ekki um það að allt fólkið, sem var statt þarna, hafi hrætt hann og verið ástæða þess að hann fór ekki út.

Að kalla svo lögguna til, til þess að handsama fuglinn! og að ná honum DAUÐUM EÐA LIFANDI. Ég á bara ekki til eitt einasta orð. Svo er talað um það hafi verið reynt að skjóta á fuglinn úr loftbyssu, en það virkaði ekki til að drepa hann, heldur meiddi hann bara (ég álykta það sjálf!) og svo var skotið í hann með brennibolta. Aðra eins pyntingu hef ég aldrei heyrt um. Er þetta löglegt samkvæmt dýraverndunarlögum?

Svo trompar húsvörðurinn allt með því að drepa aumingjans fuglinn með því að kveikja á loftræstikerfinu.

Ég veit ég er búin að segja það áður en ÉG ER SVO REIÐ!!! Ég er svo reið yfir þessum hégóma að fuglinn hefði getað dritað á gesti eða kórfélaga eða jafvel dregið athyglina frá kórnum! Ég veit að þetta var “bara” lítill fugl, en ég spyr hvers virði er eitt stykki líf? Það var ekki verið að drepa fuglinn til matar, það var ekki verið að drepa hann af því að hann var hættulegur, það var ekki verið að drepa hann af því hann var veikur. Ætti ég bara að ganga um og drepa öll lítil börn sem gætu dregið athygli frá mér?!

Ég hef bara eitt að segja; mér finnst þetta rangt, mér finnst þetta fólk sem stendur fyrir þessu slæmt og hvers konar fordæmi var verið að setja fyrir þá sem yngri eru?!