Var að spá í hvort einhver hér hefur haft tvö gæludýr af sitthvorri tegund í sama búri.
Ég var einu sinni með tvær hvítar mýs í rúmgóðu búri fullu af allskonar klifurdóti, en ég gaf dýrabúðinni þær aftur þegar ég fór til útlanda í nokkra mánuði. Svo þegar ég kom aftur og ætlaði að kaupa þær af þeiim aftur (það var rætt um það þegar þau fengu þær) þá höfðu búrin óvart opnast og allar mýsnar ruglast…þannig að ég gat ekki fengið mínar aftur því það var ekki hægt að þekkja þær í sundur.
Helsti ókosturinn við mýsnar var að það var svo mikil fýla af þeim að það varð ólíft í herberginu sem þær voru í. Ég þreif búrið c.a. einu sinni í viku en það kom samt geðveik fýla. Ég er nú ekki nagdýra sérfræðingur þannig að ég veit ekki hvenær á að þrífa þetta (fyrir utan þegar það er augljóst (lykt)) en það sást ekkert á saginu að það væri óhreint.
Þær voru annars mjög skemmtilegar og eignuðust unga 3svar sinnum, algerar dúllur. Gæludýra búðin fékk ungana og ég fékk mat og fleira fyrir mýsnar mínar í staðin. En nú á ég engar mýs, bara tómt búr.
Svo var ég úti í gæludýra búð um daginn þegar ég sá þennan gullfallega silfurlitaða dverghamstur með svarta rönd eftir bakinu, algjör dúlla.
Þá kemur aðalatriðið:
Er hægt að kaupa dverghamsturs unga og músarunga á sama tíma og hafa þau saman í búri. Ég á enn búrið, leikföngin og meira að segja mat og allt og var að spá í hvort þetta væri hægt. Hafa þá bara tvær kellingar (því það er meiri lykt af músarköllunum).
Eða dverghamstrakall og músakellingu (þau geta hvort sem er ekki fjölgað sér er það nokkuð??)
Hef heyrt að það sé minni lykt af dverghömstrum en venjulegum.
p.s. er ekki að segja að ég ætli pottþétt að gera þetta en langar að vita hvort þetta sé hægt. Eða með venjulega hamstra og mýs.
Segið mér endilega ykkar álit/reynslu á þessu!
Kv.Rebs