:-) Íslenska sauðkindin (-:
Eitt af því sem gerir íslenska sauðfjárstofninn sérstakan er að í honum finnst svokallað forystufé sem þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Stundum er forystuféð meira vexti en annað fé og fegurra. Góður forystusauður fór á undan í slæmri færð og fann bestu leiðina, það rataði vel í hríðarbyljum og skilaði fé í hús heilu og höldnu. Einnig var forystufé talið veðurglöggt og var það oft tregt til að fara úr húsi ef von var á slæmum veðrum á vetrum.
Kvenkyns kind heitir ær og karlkyns kind heitir hrútur og afkvæmið heitir lamb. Hljóðið sem kindurnar gefa frá sér nefist jarm. Þær jarma. Ef lambið er kvenkyns er það kallað gimbur en ef það er karlkyns er það kallað hrútur eins og fullorðna karldýrið. Ærin er líka oft kölluð rolla en það er ekki mikið notað vegna þess að það þykir ekki eins fallegt heiti. Sumar ær eiga bara eitt lamb, en margar eiga tvö eða jafnvel þrjú og einstaka sinnum fjögur lömb í einu. Lömbin fæðast á vorin. Ærnar ganga að jafnaði með lömbin í um 142 daga. Ærnar geta átt lamb í fyrsta skipti þegar þær eru eins árs gamlar. Lömbin eru oftast 3-4 kg er þau fæðast, en þau eru fljót að vaxa og eru oftast milli 30 og 40 kg á haustin. Langflestar kindur eru hvítar á litinn. Kindur sem eru ekki hvítar, eru kallaðar mislitar. Sumar eru svartar, mórauðar eða gráar, en sumar geta líka verið í enn öðrum litum eða jafnvel marglitaðar. Stundum eru mislitar kindur með hvíta flekki. Og augljóslega eru þær þá kallaðar flekkóttar.
Ull af sauðfé getur verið mjög nitsamleg. Hana er hægt að nota í peysur, sokka, húfur, vettlinga, nærbuxur og fleira. Ullin af íslenska fénu er gerð úr löngum og fremur grófum hárum sem kallast tog, og stuttum, fínum hárum sem kallast þel. Bóndinn rýgir kindurnar til að geta tekið ulina þeirra og selt hana. Svo er hún þvegin í ullarþvottastöð og eftir það er farið með hana í ullarverksmiðju þar sem hún er tætt og kembd og búið til úr henni lopi og band.