En jæja, ég fór í bæinn (Á heima úti á landi) og lét hann á meðan í pössun til afa og ömmu. Þau nottla voru ekkert að taka hann útúr búrinu svo ég bjóst við að hann myndi ekki sleppa frá þeim, þá þurftu frænka mín (8 ára) 0g frændi minn (6 ára) að koma í heimsókn til þeirra og voru nottla svo spennt yfir hamstrinum. Þau tóku hann út og voru eitthvað að djöflast með hann og hafa ekkert fylgst nógu vel með honum svo hann slapp á gólfið… Amma og afi heyrðu í honum hjá inni í baðinnréttingunni, greyjið aftur innilokaður.. En afi minn (Guði sé lof að hann var þarna) þurfti að taka innréttinguna í sundur til þess að ná litla krílinu mínu.. Það er nú allt í lagi með hann.
Sumir trúa því að það sé eitt dýr sem er rétta dýrip manns, svo það mætti segja að hann væri rétta dýrið mitt (Þó að ég trúi ekki því kjaftæði)
Pjakkur Pitter Hamstratólg (eins og hann heitir fullu nafni) Varð eins árs 26. Október síðastliðinn, en ég fékk hann hinsvegar ekki í hendurnar fyrr en 26. Febrúar, Hann var afmælisgjöfin mín (ég á afmæli 21 feb.) svo þetta var síðbúin afmælisgjöf.. en það er nú allt í lagi… Ég var heldur ekki fyrir vonbrygðum með þaða gjöf.
Reyni eihverntímann að setja mynd af prinsinum mínum hérna inn á huga…
It's a cruel world out there…