Inngangur

Hér ætla ég að segja frá gárunum, ummönnun þeirra, hvaðan þeir koma o.fl. Ég á eki gára en mig langar í einn. Þess vegna valdi ég að skrifa um gárann því þá læri ég ýmislegt um gárann í leiðinni.

Gárar

Gárar koma frá Ástralíu en eru innfluttir til Bandaríkjanna. Í Ástralíu má sjá stóra hópa gára í leit að fræjum á jörðinni. Gárar eru flakkarar sem halda sig í stírum hópum, þeir búa aldrei lengi á sama stað. Þeir eru vanalega grænir og gulir í venjulegu umhverfi sínu og þannig eru þeir samlitir umhverfinu. En sem búrfugl hafa gárar þróast í önnur litaafbrigði. Gárarnir borða fræ og drekka úr vatnsbólum, hópurninn hvílist svo á öruggum stað hátt uppí trjánum.

Fuglar teljast til hryggdýra. Þeir eru með heitt blóð og verpa eggjum. Þeir eru léttbyggðir og eru þaktir fiðri. Í staðin fyrir hendur hafa þær vængi sem flestir fuglar nota til að fljúga. Nokkrar tegundir geta ekki flogið, t.d. mörgæsir og strútar.
Gárinn, stundum nefndur selskapspáfagaukur, er vinsælasti búrfuglinn m.a. vegna þess að þeir eru þægilegir í umhirðu. Þeir eru félagslyndir og ráðlagt er að hafa þá alla vegna tvo saman í búri.
Gárinn er af ætt fugla sem nefnist páfagaukar. Allir páfagaukar hafa stutt og bogið nef sem hentar vel við að brjóta fræ.
Líkamsbygging gárans er löguð að flugi. Beinin eru hol að innan og í höfukúpunni eru loftrými. Þá verður fuglinn mun léttari. Andardráttur gárans er sérstakur því að miklu súrefni er beint til þeirra vöðva sem notaðir eru mest þegar fuglinn flýgur. Þessir vöðvar veita gáranum orku til að hefja hann á loft.
Fjaðurhamurinn skiptist í stélfjaðrir, vængfjaðrir, bolfjaðrir og dúnfjaðrir. Stélfjarðirnar eru notaðar sem stýri og jafnvægistæki, Stuttu stélfjaðrirnar glennast sundur og virka eins og bremsur til að stoppa fuglinn. Á vængjunum eru stuttar flugfjaðrir, flugfjaðrirnar stýra fuglinum einnig og knýja fuglinn áfram. Dvergvængurinn gerir vænginn stöðugan. Mjúkt fiðrið er vatnsþétt. Á hálsinum eru oftast dökkir deplar og svartar rákir á vöngum og aftan á höfðinu.
Sterkur goggurinn er tannlaus og goggurinn vex stöðugt Fuglar sjá mjög vel og þess vegna rekast þeir ekki á þótt þeir séu á miklum hraða þegar þeir fljúga. Heyrnin er líka góð en það sést samt ekki í nein eyru. Gárar hafa mjög lélegt lyktar- og bragðskyn.
Efst á goggnum er vaxkenndur hnúður sem nefnist vaxhúð.
Húðin á fótunum er hrjóstrug og fæturnir liggja þétt að líkamanum. Á hvorum fæti eru fjórar klær. Tvær snúa aftur og tvær fram.
Fuglinn getur líka hvílst meðan hann hangir á hvolfi á greininni.
Menn tóku fljótt eftir því að sumir gáraunar voru ekki eins og hinir. Þeir voru örðuvísi á litinn og annað öðruvísi, t.d. bletti eða rákir. Eigendur gátu þess vegna ræktað ný litaafbrigði með því að velja fuglana sem áttu að eignast unga saman. Afbrigðin eru orðin mjög mörg og eru flokkuð eftir litum og öðru sérstöku.

Áður en þú færð þér fugl þarft þú að finna þér ýmislegt sem fuglinn þarnast t.d. búr og ýmsa aðra fylgihluti. Síðan þarft þú að finna stað þar sem þú getur fengið fuglinn, t.d. í gæludýrabúð, hjá fuglaræktanda eða kannski getur þú e.t.v. fengið hann hjá einhverjum vina þinna. Þú þarft að vanda valið á fuglinum og biðja einhvern sem er vanur að hugsa um fugla og þekkir þá vel um að hjálpa þér. Yfirleitt er auðveldara að temja karlfugla og einnig gott að temja unga. Þegar þú hefur valið fuglinn setur eigandinn hann í sérstakan ferðakassa ætlaðan fuglum. Þú verður að passa vel að þú sleppi ekki út og fara varlega með þá. Gott er að panta tíma hjá dýralækni fljótlega eftir að þið komið heim og láta hann skoða fuglinn. Haftu allt tilbúið þegar fuglarnir koma heim og settu þá inn í búrið með því að opna kassann inní búrinu. Breiddu síðan yfir búrið því það róar fuglana. Þú verður að hugsa vel um fuglana og hér eru nokkur góð ráð. Það er bannað að leyfa fuglinum að fljúga frjálsum úti. Það á alltaf að þvo sér um hendurnar eftir að þú hefur hugsað um fuglinn eða þrifið búrið. Ekki kyssa fuglana og taktu varlega á þeim. Eki leyfa fuglinum að borða af diskinum þínum. Það er alveg bannað að stríða eða slá til fuglana.

Best er að skíra fuglinn strax því nafnið er oftast fyrsta orðið sem hann lærir. Gárar eiga erfitt með að bera fram sérshljóðana E og O en A, I og U er auðveldara, svo ef þú villt að gárinn læri að tala væri betra ef hann héti léttu nafni með sérhljóðum sem þeir eiga auðvelt með að segja. Fuglarnir geta einnig lært að herma eftir gelti í hundi eða símhringingu.

Það er ýmislegt sem þarf að hafa fyrir fuglana. Þeir þurfa búr og það þarf að passa hvar það er. Það þarf að vera í töluverðri hæð. Gættu þess að það sé ekki reykur og ekki nota úðabrúsa hjá búrinu. Uppgufun frá málningu getur verið hættuleg fuglunum. Búrið má ekki vera í sterkri sól og fuglarnir þola illa súg. Önnur gæludýr mega ekki ná til búrsins. Þú þarft pappír og spænir til að setja í botninn á búrninu og það er líka fínt að nota stundum fuglasandpappír og fuglasand til tilbreytingar. Þú þarft skóflu og geymsluílát undir spænirnar. Finndu trjágreinar a.m.k. 10 mm breiðar og settu í búrið eða keyptu prik í gæludýrabúðum. Búðu til eða keyptu ábreiðu til að setja yfir búrið til að hvíla fuglana og til að setja yfir búrið á nóttunni. Þú þarft vatnsskammtara, fræskammtara, sandílát og fóðurbakka fyrir ferskfóður. Kauptu klemmur eða einhverjar öðruvísi festingar til að festa kolkrabbabeinið og annan mat á rimlana. Kauptu fóðurfræ ætlað gárum og fuglasand, starfsmenn í gæludýrabúðum geta e.t.v. aðstoðað þig. Þú þarft líka kolkrabbabein, joðstein, gáranammi og vítamín. Það væri líka gott að hafa baðklefa til að festa við búrið en eftir að fuglinn er búinn í baðinu verður þú að taka það strax í burtu til að koma í veg fyrir að fuglinn drekki vatnið. Ef fuglinn er hræddur við það að fara inn í klefann gætir þú prófað að strá smá fóðri í botninn þangað til fuglinn hefur vanist klefanum, síðan getur þú sett vatn í hann til að fuglinn geti baðað sig. Þú getur einnig sprautað á gárana með blómaúðara með köldu vatni en þá má bara nota þennan úðara handa gárunum. Þú þarft einnig nokkra hluti til að þrífa búrið. Ekki nota hlutina til að gera neitt annað en þrífa búrið. Þú þarft fötu, svamp, gúmmíhanska, þvottabursta, flöskubursta til að þvo vatnsílátið, sköfu og síðan getur þú beðið dýralækninn um að benda þér á gott þvottaefni og sótthreinsandi efni. Þú þarft að kaupa eða búa til leiktæki handa fuglunum. Finndu gamla eldhúsvigt til að vigta fuglinn í og settu eldhúsbréf í það. Einnig er gott að hafa sóp við búrið til að sópa upp ef það fer eitthvað á gólfið. Þegar þú þrífur búrið þarft þú bráðabirgðabúr til að setja fuglinn í. Þú þarft að þrífa búrið einu sinni í viku.

Fylgstu vel með fuglinum og ef þér finnst hann vera farinn að haga sér undarlega eða fiðrið er orðið eitthvað skrýtið vær gott að leita til dýralæknis. Ef þú venur þig á að skoða fuglinn daglega sérðu strax ef eitthvað er að fuglinum. Á morgnana þegar þú tekur ábreiðuna af búrinu skaltu gá hvort fuglarnir séu sprækir. Festu ílát og greinar ef þær hafa losnað. Skoðaðu botninn á búrinu og gáðu hvort dritið sé eðlilegt. Taktu fuglinn upp og skoðaðu hann vel. Augun eiga að vera björt og nasaop hrein. Skoðaðu gogginn og gáðu hvort hann sé sléttur og ekki búinn að vaxa of mikið. Teygðu varlega úr vængnum og gáðu hvort hann sé ekki í lagi, haltu um hann miðjan, ekki vængbroddinn. Skoðaðu hann vel, fjaðrirnar eiga að vera slétta og hreinar. Skoðaðu klærnar vel og gáðu hvort þær séu nokkuð orðnar of langar. Hallaðu fuglinum aftur og kíktu undir stélið. Fiðrið á að vera hreint og þurrt. Ýfðu upp fjaðrirnar á bringunni svo þú sjáir húðina. Vigtaðu fuglinn vikulega, alltaf á sama tíma á sama degi. Skráðu þyngdina niður í litla bók og ef fuglinn hefur þyngst eða lést óeðlilega gæti hann annað hvort verið veikur eða ekki fengið nóga hreyfingu. Farðu árlega með fuglinn til dýralæknis og líka þegar þér finnst hann ekki vera með nógu góða heilsu.

Þú þarft að hugsa vel um matarræði fuglana til að þeim líði vel. Þú þarft að skipta um vatn á hverjum degi og taktu alltaf gamla matinn og hentu honum. Þú verður að passa að passa að fuglinn hafi alltaf nóg fræ, skoðaðu skammtarann á hverju kvöldi, þegar skammtarinn er næstum orðinn tómur skaltu henda afgangnum af fræjunum og fylltu hann aftur. Fuglarnir þurfa alltaf að hafa ferskt vatn í búrinu, skiptu um vatn á hverju kvöldi og þvoðu skammtarann vel. Það þarf alltaf að vera nóg af ætisandi (fuglasandi) í sandílátinu, sandurinn hjálpar fuglunum að melta matinn sem hann borðar. Komdu fyrir kolkrabbabeini og joðsteini í búrinu, fuglarnir fá þá auka kalk og þetta er einnig gott fyrir gogginn. Festu hirsistöng á rimlana. Gefðu fuglinum ferskfóður, skerðu stóra bita af grænmeti og ávöxtum daglega og settu í bakkan á botninn í búrinu. Prófaðu allskonar tegundir til að finna út hvað gárunum finnst best. Súkkulaði og avakadó getur verið eitrað fyrir fugla og spurðu einnig dýralækninn hvort hann viti um eitthvað sem er eitrað eða hættulegt fyrir gárana.

Gárunum fer að líða illa ef þeir fá ekki næga hreyfingu. Það þarf að hleypa þeim út úr búrinu sínu einu sinni á dag. En ýmsar hættur eru innanhúss sem þú þarft að passa. Þú þarft að loka gluggum og setja net fyrir eldstæðið. Passaðu að hundar og kettir séu ekki í sama herbergi því þeir geta fælt gárana. Sum blóm eru eitruð og fuglar geta brennt sig á ofnum og heitum drykkjum. Þú getur fest greinar á veggina með sogskálum fyrir fuglana en passaðu að hafa þær ekki of hátt svo þú getir náð til fuglana þegar þeir sitja þar, og ekki gleyma að setja dagblöð undir greinarnar ef þeir skildu drita. Breiddu yfir búrið eftir alla hreyfinguna hjá fuglunum til þess að hann geti hvílt sig, hafðu einnig ábreiðuna á einu horni búrsins á daginn svo gárinn geti hvílt sig í skugganum ef hann vill. Hafðu búrið alltaf opið þegar fuglinn er ekki inní því svo hann geti farið strax inní það aftur, Settu ferskfóður í búrið, það nægir oftast til að lokka hann í búrið. Ef fuglinn vill ekki fara aftur í búrið skaltu slökkva ljósin, findu fuglinn og kastaðu viskastykki yfir hann, Taktu hann upp í klútnum og settu hann í búrið.

Ef þú fylgist vel með gárunum ferð þú bráðum að skilja þá, vita hvað þeir vilja og hvenær þeir eru glaðir og hvernær ekki. Gárarnir fella fjaðrir minnst einu sinni á ári, allar ónýtu fjaðrirnar detta af og nýjar koma í staðin. Fuglarnir fella fjaðrir í fyrsta sinn 4 vikna. Gárinn smyr olíu á fjaðrirnar til að gera þær vatnsheldar, olían er úr kirtli undir stélinu. Gárinn nagar hluti eins og greinarnar og kolkrabbabeinið. Fuglar sofa á greinum en þótt þeir séu sofandi opna þeir augun reglulega til að gæta að hættum. Þú byrjar á því að tala við fuglana og umgangast þá mikið. Þú getur kennt honum ýmislegt, t.d. að setjast á fingur. Endurtaktu það aftur og aftur þangað til fuglinn hefur lært það, þá snýrðu þér ð næsta atriði. Þú getur gefið þeim að borða ferskfóður sem þú heldur á og þegar hann er orðinn vanur getur þú tekið hann upp og haldið á honum oft á dag til þess að hann venjist þér. Eftir svolítinn tíma verður fuglinn farinn að treysta þér og þið getið leikið ykkur saman.
Úti í náttúrunni verpir kvenfuglinn í holótt tré. Oftast eru eggin 4 – 6. Karlfuglinn hjálpar til við að ala upp ungana. En gárar geta einnig fjölgað sæer í búrunum, en ekki nema það sé sérstakur varpkassi í búrinu. Það er skiljanlegt að þú viljir fá unga ef þú átt par. En þú verður að muna að gárar sem liggja á eggjum, og ungarnir, þurfa mikla ummönnun. Ungarnir þroskast fljótt og þú þarft að finna fyrir þá nýtt heimili, því það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að lóga fuglunum. Það gæti líka verið að þú þyrftir stærra búr og svo þarf líka miklu meira fóður og tíma. Eftir pörun verpir kvenfuglinn venjulega, hann verpir einu eggi annan hvern dag þar til þau eru orðin 4 – 6. Kvenfuglinn liggur á eggjunum í 18 daga til að hlýja þeim. Ungarnir klekjast út og mamman matar þá. Eggin klekjast út annan hvern dag í sömu röð og þeim var verpt. Ungarnir fara að fá fjaðrir um 17 daga. 27 daga ungar eru farnir að líta út eins og fullvaxinn gári. 6 vikna eru fuglarnir orðnir nógu gamlir til að fara að heiman, þeir eru farnir að geta borðað sjálfir en eru ekki orðnir alveg fleygir. Gárinn er orðinn fullvaxinn þegar hann fellir fjaðrir í fyrsta sinn. Kvenfuglinn getur byrjað að verpa 5 mánaða.


Niðurlag

Ég hef lært ýmislegt um gárann en það var ekkert sérstakt sem kom mér á óvart. Ég var búin að lesa þessar bækur áður og vissi þess vegna svolítið. Mér gekk ágætlega að gera þessa ritgerð og var með nóg af efni. Ég var mjög ánægð með að hafa valið þetta efni. Ég var búin að ákveða að læra eitthvað um gárana og fannst það því frábær hugmynd að skrifa ritgerð um gárana. Þessi ritgerð er kannski svoldið löng en ég hafði bara svo mikið efni og gat ekki valið því mér fannst allt mikilvægt.

Heimildaskrá

Evans, Mark, 1993, Fuglar – ummönun gæludýra, Mál og menning, Reykjavík

Guðrún Heimisdóttir (Gæludýra-Guðrún), 2005, Gæludýrin okkar, Mál og menning, Reykjavík


hvernig finnst ykkur..þetta er bara í annað sinn sem ég geri ritgerð svo hún er ekki fullkomin..hehe
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950