Gárar
Gárar eru æðislegir ef að rétt er farið með þá en þeir geta líka verið bara ,,fugl í búri” ef að þeir fá ekki þá athygli sem að þeir þurfa.
Þeir eru auðveldir í tamningu og skiptir því litlu máli hvort að þeir séu handmataðir eða villtir, en ef að hann er keyptur viltur þá þarf að leggja mikin metnað í að þjálfa fuglin til að gera hann gæfan. Ef að hann er handmataður þá verður hann mjög líklega gæfur strax fyrstu vikuna, en það þarf ekkert endilega að vera, hann þarf að fá sýna athygli og það þarf að halda þjálfununi við þrátt fyrir að fuglin sé handmataður.
Gára geta verið háværir og þá sérstaklega ef að þeir eru margir saman, þá taka þeir oft spjall syrpur yfir daginn. Og þeim finnst mörgum gaman að syngja með sjónvarpinu og útavarpi.
Gára geta orðið allt að 10 ára, en þeir eru svo viðkvæmir þessi litu grey að það þarf að hugsa einstaklega vel um þá og passa vel uppá þá ef að maður ætlar að vonast til að hafa hann sem félaga næstu 10 árin.
Ungar:
Gára ungar eru pínku litlir og viðkvæmir fyrstu dagana en á aðeins nokkrum dögum eru þeir orðnir vel fiðraðir og fara næstum strax að líkjast fullvöxtnum gára.
Þeir eru alveg ósjálfbjarga fyrstu dagana en svo fara þeir að opna augun og kalla á mat og brölta um varpkassan, og svo hrúgar unga hópurin sér oft saman í eina stóra hrúgu til að halda hita á sér og hinum.
Foreldranir sjá báðir um að mata unga hópin en gára eignast yfirleitt 4-6 unga í varpi.
Ungar verða sjálfbjarga um 8 vikna/2 mánaða. Og ættu þá að vera farnir að borða sjálfir og getað séð um sig sjálfir.
Kynþroski:
Gára verða kynþroska í kringum 6 mánaða og þá fella þeir líka fjaðrir í fyrsta skipti (en það kallast að molta og það gerist tvisvar á ári hjá gárum.)
Þeir geta orðið pirraðir á þessum tíma og vilja oftast ekkert láta snerta sig en aðrir verða óðir í klapp á þessum tíma.
Þeir verða oft erfiðir á gelgjunni en það gengur yfir þetta eru oft 4-8 vikur þegar þeir eru 5-7 mánaða.
Þegar þeir verða kynþroska sést kynið, en þá er hægt að þekkja í sundur með því að kvenkyns gári hefur brúna vaxhúð á nefninu og karlfuglin hefur bláa, en það þarf samt ekki að vera, ef að maður þekkir mikið til gára gæti maður séð á líkamsbygginguni hvors kyns þeir eru, en kvenfuglarnir hafa breiðari “mjaðmir” og eru oft stærri en það er valla hægt að sjá það nema með nokkra fugla til viðmiðunar. Kallarnir hafa líka oft grárri/blárri lappir heldur en konurnar, annars á það ekkert endilega alltaf við.
Þannig að það getur verið svoldið mál að þekkja kynin í sundur.
Þjálfun:
Að þjálfa gára er alls ekkert svo erfitt en það þarf metnað í það. Viltur gári verður ekki gæfur á einum degi (nema kannski í einstaka tilfellum.)
En það er best ef að maður ætlar að fá sér vitlan gára að hann sé ungur. Þá venst hann þér fyrr. En best er að byrja rólega, leifa nýjum gára að venjast nýja umhverfinu og vera sem minnst að pirra hann.
Það er líka sniðugt að vængstífa þá, svo að þeir séu ekki að fljúga útum allt, en fólk hefur mjög misjafnar skoðanir á vængstífingu/snyrtingu.
En þetta tekur oft sinn tíma og maður þarf bara að vera þolinmóður og gefa litla krílinu tíma til að venjast manni, en ég get lofað þér því að þegar þér hefur tekist að gera hann gæfan þá áttu aldrei eftir að sjá eftir allri þessari vinnu, gára eru æðislegir félagar.
Pörun:
Gárar eru miklir varp fuglar og það getur verið erfitt að stoppa þá í þessu stússi stundum.
Fuglin þarf að vera orðin allavegana 1 árs til að getað farið að eignast unga, en ef að hann er mikið yngir er það orðið hættulegt fyrir kvennfuglin.
Gára verða oftast svo yfir sig ástfangnir og það er virkileg erfitt að taka ástfangið par í sundur, þeir geta misst matarlystina og jafnvel orðið þunglyndir og farið að plokka sig.
Þegar par er farið að undirbúa varp, þarf að setja upp varpkassa hjá þeim og passa að þeir fái öll vítamín og steina sem að þeir þurfa og það er gott að gefa þeim líka þurrt eggjafóður, kvennfuglin eyðir oftast öllum sínum tíma í kassanum og kíkir oft rétt aðeins út til að fá sér að borða og drekka.
Gára eignast c.a 4-6 egg sem að koma með tveggja daga milli bili, kvenfuglin er með eggið inní sér í sólahring. Hún liggur svo á eggjunum í c.a 18 daga og þá ætti fyrsti ungin að fara að koma í heimin en svo líða aftur 2 dagar á milli.
Foreldrarnir mata ungana saman. En oft matar kallin líka konuna.
Fóður:
Gára þurfa að fá fjölbreytt fæði, bæði korn og ferskan mat.
Best er að gefa þeim fyrsta flokks korn og svo fullt af grænmeti og ávöxtum. (ég veit því miður ekki mikið um það hvað þeir meiga fá og hvað ekki. Ef að eithver veit mikið um þetta endilega sendu mér ps svo að ég geti bætt því hérna… J)
Einnig er hægt að gefa þeim þurrfóður, Pellets, en það eru litlar fóður töflur sem að innihalda alla þá næringu sem að fuglum er nauðsinleg, en það er gott að gefa þeim smá korn með þessum mat.
Það má ekki gefa þeim mikið af grænmeti og ávöxtum með pelletsinu því að þeir geta fengið eitrun.
En grænmeti/ávextir sem að mínum fuglum hefur litist vel á og fuglar sem að ég veit um er: jarðaber, epli, pera, kínakál, vínber, agúrka (þeir meiga víst ekki fá mikið af henni…), melóna og gulrætur….
tekið af http://www.dyraspjall.com
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950