Höfundur: Despictor

Var að vinna ritgerð í Nát 103.

Hrossagaukar eru einkar útbreiddir um norðurhvel jarðar en þó ekki um allra nyðrstu svæðin svo sem Grænland og Heimskauta-eyjar Kanda. Varpstöðvar hrossagauksins eru í tempruðu-svæðunum norðurhvels jarðar en á veturnar heldur hann til suðurhluta Evrópu, Asíu, S-Ameríu og Afríku.
Kjörlendi hrossagauksins er mýrlendi, en hann verpir einnig á þurrari svæðum og jafnvel uppi á heiðum. Hreiður geriri hann sér yfirleitt milli þúfna og klæðir það með sinustrám, meðan eggin eru að klekjast út víkur karlfuglinn ekki frá kvennfuglinum sem liggur á eggjunum.
Hrossagaukar eru fremur smávaxnir fuglar eða um 26 cm og þyngd hans er um
115-130 gr, hann hefur einnig stóran gogg eða um 6 cm langur. Hrossagaukur notar goggin/nefið til að þreifa fyrir sér í leðju og vatni eftir smádýrum sem hann svo étur
Fæðuval hrossagauksins er einkar fjölbreytt, á matseðlinum eru ýmis skordýr, krabbadýr einnig ýmis ber og fræj, hann er einkar vel lagaðir af áti skorkvikinda enda notar hann gogginn í fæðuöflun einsog áður segir.
Íslenski stofinn er einkar stór og er talið að stofinn sé um 300.000 fuglar, hrossagaukurinn er friður á Íslandi ólíkt því sem gerist t.d í Frakklandi þar sem hann er borður. Egg hrossagauksins eru mun breiðari í mjóa endann en önnur vaðfuglsegg, að eggjum tjaldssins einum undanskyldum), eggin eru 4 cm að breidd en 2,8 cm að lend og fjöldi eggja í hreiðri eru oftast um 4.
Hnekk hrossagauksins sem hann er frægastur fyrir verður til við það þegar hrossagaukar steypa sér skáhalt niður í loftfimleikum, í dífunni heyrist stöðugur dynur frá ystu stélfjöðrunum sem fuglinn breytir í hnegg með snöggum vængjaslætti framan við fjaðrirnar. Hrossagaukurinn hefur önnur hljóð svo sem við styðg kallar hann hátt “gjík-gjík” sem minnt getur á ryðgaða löm, en bæði þegar hann situr og flýgur kallar hann sífellt “tjeggá-tjeggá-tjeggá”
Hrossagaukurinn er alfriðaður sem fyrr segir, enda eru þeir ófeimnir við að halda sig við mannabústaði og verpa gjarnan alveg heima við hús, aðalega til sveita en einnig í þétttbýli. Af þessum sökum en þó ekki síður vegna hneggs hans sem hann er þekktur meðal flestra Íslendinga. Þeir leita einnig talsvert á grasflatir til fæðunáms, einkun á vorin og er ákaflega gaman að fylgjast með fuglunum við þessa iðju. Vorið 1979 var mjög kalt, þá var hart í búi hjá hrossagauknum og margir dóu hungurdauða, fjöldi fugla fór þá til Reykjavíkur að ná sér í æti.
Hrossagaukurinn þótt lengi dularfullur fugl og lengi var deilt um hvernig hnegg þeirra myndaðist; löngum var talið að hljóð hans myndi vera úr barka hans en Nauman nokkur sem var þýskur fuglaskoðari kom til landisins um 1800 það féll ekki í góðan hljómgrunn þar til um 1850 sem það varð vísindalega sannað. Hrossagaukurinn var talinn mikill örlagafugl og þóttust menn geta greint um spádóm hans, fastar reglur vorum um það hvenær og hvernig spádómur hans væri gildur, ef hrossagaukurinn hneggjaði fyrir sumardaginn fyrsta, var spádómurinn ekki gildur, þvi að sá gaukur hlaut að vera eitthvað vitlaus, mest var að marka hann á sumar daginn fyrast og gildi spádómsins fyrir hvern mann miðaðist við fyrsta hneggjið sem maður heyrði á vorin, hann spáir dauða.

Heimildarskrá:
Íslenskir Fuglar-Ævar Petersen-Vaka Helgafell 1998 Bls:154-155
Dýraríki Íslands-Brian Pilkington-Iðunn 1992 Bls: 49
Undraveröld dýranna:Fuglar-Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorarensen-Artes Gráficas Toledo s.A. Spáni 1989 Bls:154-155
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950