Í þessari grein ætla ég að skrifa aðeins um einn af mínu uppáhaldsfuglum Hrafnin.
Íslenski Hrafnin er af ætt sem heitir Hröfnungaætt og tilheyrir spörfuglum.
Hann er stærsti spörfuglin og einn sá tignarlegasti að mínu mati.
Það hafa í gegnum tíðina margar sögur komið útrfá hröfnum, til dæmis þar sem þeir hafa bjargað fólki frá skirðum, eldgosum og örðu slíku, þó bara þeim sem hafa gert honum vel. Líka eitthver lög sem hafa komið útrfrá þessum æðislegu fuglum.
Hrafnin er stór fugl og getur náð því að vera allt að 69 cm á lengd og allt að 1 kílo til 1,7 kg að þyngd.
Hann er hráæta og étur allt sem að kjafti kemur sama hvað það er, eins lengi og hann getur kroppað í það.
Hrafnin er mjög glysgjarn fugl, líka mjög forvitin fugl, stelur öllu sem hann getur stolið og mögulega nýtt í hreiðurgerð. Hreiður Hrafns er þó ekki kallað hreiður það heitir Laupur og er í raun bara stór karfa sem er allt frá spreki til gaddavírs og dýrahræja sem hann hafði áður étið með góðri lyst.
Hrafnin verpir í laupin fyrstur allra fugla eða í Apríl mánuði, um svipað leiti og Fálkin og Skarfurinn.
Hann verpir yfirleitt 4-6 eggjum en það er ekki heilög tala frekar en hjá öðrum dýrum. Ungarnir eru um það bil 3 vikur að klekjast úr eggi og taka sér rúmlega 5 vikur í það að stálpast og þroskast, þá yfirgefa þeir laupin og byrja að takast á við heimin eins og hann leggur sig.
Hrafnin er talin vera afar gáfaður fugl og sýnir það þegar hann leikur sér að mótvindum í flugi, eða situr og bíður eftir brauðmolanum sem hann fær á tilteknum stað á tilteknum tíma, hann er fljótur að ná hljóðum og ég hef oftar en einu sinni mætt og seint eitthvert afþví að ég var að fylgjast með honum eða hlusta á hann smella í góm eða eitthvað álika.
Hrafnin er á sumum stöðum talin plága þar sem hann getur lagst í látin búfénað, jafnvel slasaðan búfénað og byrjað að snæða hann, útaf því var mikið af honum skotin á tímabili, enda snarfækkaði honum síðastliðin ár en stofnin er nú á hraðri uppleið.
Einnig hef ég mikið verið að spá í að ganga í hreiður og prufa að fá unga í handmötun, en þá verður að hafa í huga að Hrafnin ver Hreiðrið sitt með “kjafti” og klóm, þannig maður þyrfti að fara með hjálm, gleraugu og í snjógalla eða eitthverju álika ef maður ætlar að komast heill í gegnum þetta [lol]
Elsti villti hrafnin sem er vitað um var 20 ára og 5 mánaða gamall þegar hann lest af venjulegum ástæðum.
Hinsvegar er elsti tamdi hrafnin talin vera einn turnahrafnana í London þar var hann í það minnsta 44 ára gamall. Þó hefur heyrst um eitthvern hrafn sem átti að hafa verið 88 ára gamall en það er ólíklegt, maður veit samt ekki
Einnig ætla ég að taka það fram í þessari grein að hrafnar og krákur eru ekki sami fuglin!
Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru krákur og hrafnar.
Helsti munurinn á krákum og hröfnum er sá að hrafnar eru talsvert stærri og sterkbyggðari en krákur. Mikill meirihluti þeirra tegunda sem teljast til ættkvíslarinnar Corvus er kallaður krákur en nokkrar tegundanna eru hrafnar.
tekið af http://www.dyraspjall.com Höfundur Arró
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950