Mývatnsferð, dagur 1
Klukkan 3 er lagt af stað úr bænum. Þegar komið er undir Úlfarsfellið sjáum við Smyril á einum af ljósastaurunum við Vesturlandsveginn. Í Mosfellsbænum stoppum við svo hjá tengdó og fáum kaffi. Um hálf fimm held ég síðan einsamall af stað för minni áfram. Ég sé einn Tjald með unga á leiðini út úr bænum, og er það fyrsti Tjaldsunginn sem ég sé í sumar. Undir Esjuni sé ég ýmsa mófuglan svo sem Stelk, Hrossagauk, Spóa, einnig Æðarfugla og Gæsir í Kollafirðinum.
Í stað þess að fara stystu leið norður beygi ég í átt til Hvanneyrar frekar en að fara yfir brúnna til Borgarness.
Á Hvanneyri mynda ég Þufutittling og Lóu. Fyrir utan bæinn sé ég og mynda eina af ört fækkandi Rjúpum, landsins. Það er sennilega álíka mikið sport að veiða þessi grei eins og skjóta umferðarskilti. Nú keyri ég yfir gömlu brúnna yfir hvíta og þaðan í átt að þjóðvegi eitt. Ég fer til Borgarness og fylli á bílinn og kaupi mér nesti. Þar heilsar Maríuerla upp á mig og sýnir listir sínar við fluguveiði.
Nú legg ég af stað og sé svo sem ekkert spennandi fyrr en komið er framhjá Hreðavatnsskála þar sem ég rek augun í Urtönd. Stuttu síðar tekur Holtavörðuheiðin við og ekkert spennandi sé ég fyrr en ég er að koma upp úr Hrútafirðinum, þar sé ég fyrsta Kjóa ferðarinnar á sama stað og ég sá Smyril á staur við þjóðveginn fyrir stuttu. Ég sá tvo Smyrla um daginn á leiðini suður á þessum slóðum. Þegar ég kem að Vatnsdalsbrúnni fer ég að skima um. Þar sá ég í fyrra Flórgoða, Himbrima, fult af Óðinshönum og fleira spennandi en ekkert frá sögum færandi í þetta skiptið.
Ég rek augun í fyrsta Óðinshana ferðarinnar rétt hjá Laxá. Svo þegar ég nálgast Blönduós hef ég augun opin fyrir Uglu sem hefur sést þar í sumar en ekki tekst mér að sjá hana. Í Langadalnum er margt fugla að vanda, Flórgoði á hreiðri, Urtendur, Duggendur, Rauðhöfðar, yfir 50 Jaðrakanar, Áltir og fleira. Annan Kjóa sé ég hrella smáfugl á heiðini áður en komið er að Varmahlíð. Þegar ég sé út Skagafjörðinn stoppa ég og smelli af einni mynd. Síðan held ég för minni áfram inn fjörðinn. Við Bóluánna sé ég Jaðrakana, Óðinshana og Urtendur. Loks keyri ég upp heimreiðina að Silfrastöðum og beygi af henni og fer heim að Sumarhúsum sem er sumarbústaður sem afi byggði. Í skóginum í kring byrja þrestir og Auðnutittlingar að tilkynna komu mína að vanda. Ég hita mér vatn og fæ mér instant kaffi, skyr, og skrifa þessi orð. Á morgun verður ferðini haldið áfram til Húsavíkur þar sem ég heimsæki frændfólk. Þaðan fer ég síðan til Mývatnss. Vonandi taka veðurguðirnir og fuglarnir vel á móti mér þar. Nú æta ég að reyna að lesa eitthvað í bók Heinrich “Ravens In Winter” áður en ég sofna.
Dagur 2 og 3 koma síðar nema þíð kvartið hástöfum um annað.