Sælar
Ég var nú að kaupa mér indislega dísu núna á laugardaginn… Sko það eru 15 manns að bíða eftir African Grey á biðlista hjá honum tjörva í furðufuglum og fylgifiskum. Ég einmitt var búin að fá grænt ljós á að koma með African Grey hingað heim (bý í foreldrahúsum ennþá) en til þess að þeim líði vel þurfa þeir að vera í búri sem er svona c.a. jafn stórt og 2 meðalstórir ískápar hlið við hlið og það er pláss fyrir það hérna frammi og ég fékk leyfi hjá mömmu og pabba en svo hugsaði ég bara sjálfur að ég ætti kannski ekkert að vera að þessu fyrr en ég fæ mér sjálfur íbúð. Keypti í staðinn yndislegan dísustrák hjá tjörva.
Ef þú ætlar að fá þér þá er bara að fara til hanns tjörva í furðufuglum og fylgifiskum (borgarholtsbraut) og fá að skoða og svo skrá þig á biðlista.
Furðufuglar og fylgifiskar eru bara lang lang lang besta gæludýrabúðin og þjónustan er alveg þvílík. Maður er bara skyldugur til að versla þar sem maður fær svona góða þjónustu og ef þú ætlar að fá þér African Grey þá eins og ég segi skrá þig á biðlista hjá tjörva. Ég skráði mig á listann í agúst og þá sagði tjörvi mér að ég gæti hugsalega fengið fugl í febrúar næstkomandi.
Tala nú ekki um hvað þetta er á góðu verði hjá tjörva. Handmataður African Grey sem tjörvi sjálfur matar kostar hjá honum 190 þúsund kall á meðan þú getur farið í dýraríki og keypt óhandmataðan á 300 þúsund.
Dýraríkið er nú meiri okurbúllan.
Keypti handmataða dísu hjá tjörva fyrir 16 þúsund á meðan ég hefði getað fengið óhandmataðann fugl á 25 þúsund í dýraríkinu. Það á ekki að leyfa svona okurbúllum eins og dýraríkinu að ganga. Kem aldrei þar inn.
Bætt við 3. nóvember 2008 - 19:23
Og já.. maður fær African Grey unga hjá tjörva (3ja mánaða)
Mæli síður með því að maður kaupi fugl sem aðrir hafa átt vegna þess að því miður eru slíkir fuglar oft búin að flakka milli margra heimila. Maður á ekki að fá sér African Grey nema maður sé viss um að geta haldið honum.. þeir verða svo taugaveiklaðir á því að það sé alltaf verið að flakka með þá endalaust.
Cinemeccanica