Ég er ný búinn að kaupa það. Keypti það af stelpu á tjorvar.is spjallinu. Hún var með Kakariki í þessu búri. Búrið er 80 cm á hæð, 60 cm á lengd og 32 cm á breidd. Mjög stórt fyrir tvo gára. Þeim finnst líka ótrúlega gaman núna, að geta flogið inní búrinu. Þeir voru í frekar litlu búri áður og svo þegar ég setti þá í þetta búr þá fór bambi að fljúa allveg helling og klessti svo á rimlana því hann fattaði ekki að hann væri í búri. Hann hélt hann væri ennþá laus og ætlaði bara að fara í flugferð. Enda ekki vanur að vera í svona stóru búri. En hann er búinn að venjast þessu núna og finnst allveg ótrúlega gaman. Bambi er blái fuglinn og Perla er guli fuglinn :)
Bætt við 15. febrúar 2007 - 21:15
Já og hún Díana fugladrottning kom og tók myndir af þeim og þá spurði ég hana einmitt hvort henni fyndist ekki búrið sem þeir voru í of lítið. Því þá var ég ekki búinn að kaupa þetta nýja búr. Hún sagði að þetta búr væri heldur lítið. Svo þess vegna keypti ég þetta búr :)
Enda ljóma fuglarnir allveg af ánægju núna. Þeir vildu reyndar mjög oft fara út úr búrinu og fljúa í því litla en núna þegar þeir eru komnir í þetta þá finnst þeim miklu skemmtilegra að hanga bara inni :) og fljúa þar. Samt vill Bambi alltaf láta halda á sér. Perla er ekki mikið fyrir það þó hún leyfi manni það samt allveg.
Cinemeccanica