Daginn.
Systir mín var að kaupa sér svona dísarfugl, ungan.. 6 vikna ca. held ég. Handalinn.
Hún kann nú ekkert á þetta, fyrsta gæludýrið hennar.
Var að velta fyrir mér hvort þið gætuð gefið mér einhverjar upplýsingar um þetta.. hún virðist vera eitthvað óróleg í búrinu sínu núna, skilst að hún hafi lítið sem ekkert borðað/drukkið.
Er þetta ekki bara á meðan hún er að venjast nýju umhverfi og eiganda?
Hvað á að gera og hvað á ekki að gera, svona fyrstu vikuna/vikurnar?
Allar upplýsingar vel þegnar.
