Vegna komandi barns hjá mér og fjölda annarra heimilisdýra vantar gáraparinu mínu nýtt og gott heimili. Þau eru bæði að verða 1 árs, Phoebe er gul og hvít með rauð augu og Blámi ljósblár og hvítur.

Blámi var keyptur handmataður. Honum finnst mjög gott að kúra í hálsakotinu á manni, helst innan um mikið af hári og snyrta mann í leiðinni. Phoebe er feimnari en ósköp indæl. Hún var ekki keypt handmötuð en er ekki erfið að handleika. Eru bæði óvængstífð en voru það áður.

Stórt gyllt búr með brúnum botni og “kína” þaki fylgir með, ásamt öllu tilheyrandi í búrið (matardallar, vantsdallar, leikföng, fuglabað, o.s.fv.)

Verð hugmynd fyrir parið, búrið og allt 10 þúsund

Mynd af parinu:
http://c4.ac-images.myspacecdn.com/images02/34/l_4643e00c9592477c8985bc9757697fcf.jpg