Mín ráð til þín eru að leyfa honum að vera sem mest inni í búrinu fyrstu dagana. Fuglinn þarf að venjast búrinu og breyttu umhverfi og hann þarf að gera það í örlitlu næði. Láttu hann alveg vera inni í búri fyrsta daginn. Veittu honum samt einhverja athygli með því að tala við hann og sitja hjá honum, en í hófi þó. Hann verður pottþétt hræddur fyrsta daginn og leyfðu honum að átta sig á umhverfinu. Fylgstu vel með hvort hann sé að borða og drekka.
Á öðrum degi skaltu taka hann út nokkrum sinnum yfir daginn en í stuttan tíma í senn. 5-10 mínútur í einu í mesta lagi og svo geturðu aukið við þennan tíma næstu daga. Gefðu honum tíma til að venjast þér. Ef hann er handmataður tekur það oftast ekki langan tíma þar sem hann er vanur fólki.
Ég vil einnig benda þér á lesa fuglaspjallið á
http://tjorvar.is/spjall - Þar eru margar góðar upplýsingar um hvernig á að umgangast nýjan fugl, hvað má gera og hvað má ekki. Þessi síða hjálpaði mér mjög mikið þegar ég fékk minn ástargauk fyrir 2 og hálfu ári síðan.
Hann var þá 7 vikna, handmataður og hann er sá allra skemmtilegasti fugl sem ég hef nokkurntímann kynnst í dag! Rosalega gæfur og kelinn og ég held að fyrstu dagarnir okkar saman hafi gert mjög mikið fyrir hann og hans persónuleika. Fyrstu dagarnir, vikurnar er mikilvægasti tíminn með nýjum fugli. En sá tími er líka erfiður og þarfnast þolinmæði ef þú vilt hafa fuglinn þinn góðan ;)
Ég mæli líka með að þú útvegir þér bækur um ástargauka (færð þær á amazon.com) því það er alveg ótrúlega gaman og fróðlegt að lesa þær
Gangi þér vel :)