ég vona að þú búir í sveit þar sem endur eiga ekki heima í þéttbýli.
Og þar sem ég ætla að gera ráð fyrir að þú búir í sveit, þá mæli ég með að þú farir í búð í næsta bæ sem selur landbúnaðarvörur, þar færðu fóðrið.
Fyrir endurnar eru svokallaðir varpkögglar, koma í 30kg stórum pokum minnir mig, og fínt fóður. En ekki gefa undunum það fyrr en þeir eru orðnir stærri, þar sem þeir eiga bara eftir að kafna á þeim.
Í staðinn áttu að kaupa svokallað ungafóður á sama stað og þú kaupir varpkögglana. Ungafóðrið kemur í alveg eins svona stórum pakkningum og eru mjög svipaðir og varpkögglarnir nema mikið minni og henta fínt fyrir unga. Svo þegar ungarnir eru orðnir stærri þá er hægt að skipta yfir í varpkögglana..
Bætt við 18. júlí 2008 - 17:17
ungunum*