þannig er mál með vexti að við áttum 1 dísarfugl, gula kellingu sem var vængstífð þegar við fengum hana fyrir meira en ári síðan, og hún hefur alltaf verið mjög spök og skemmtileg.
við höfum ekkert vængstíft hana síðan þar sem við kunnum það ekki og eigum heima á Ísafirði þar sem enginn dýralæknir eða gæludýrabúð er sem vill gera svona hluti.
Allavega þetta hefur ekki verið neitt vandamál með þessa kellingu en svo vorum við að fá 2 nýja fugla núna, 2 dísar kalla.
Nú þeir eru í töluvert stærra búri en kellingin var í.
Annar kallinn er stór og mjög sterklega byggður, hann hefur mjög greinilega aldrei verið vængstýfður þar sem hann sýnir mikla takta um yfirgang og er mjög flínkur að fljúga, með honum var svo lítið kríli sem var mjög tættur og það var frekar greinilegt hver goggunar röðin var, þessi litli var alveg neðst í búrinu og þessi stærri alveg efst, ef þessi litli fór eitthvað ofar eins og til að fá sér að éta þá kemur þessi stærri og ræðst á hann og svona.
Þessi litli var mjög tættur og í mjög slæmu ástandi þegar við fengum hann, vantar mjög mikið af fjöðrum á bakið á honum, hann getur ekki lift kambinum og það vantar á hann eina nöglina, einnig virðist annar vængurinn á honum vera mjög illa laskaður þar sem hann gtuir ekki breitt alveg úr honum.
Nú þessi stóri og kellingin okkar kom mjög vel saman strax, og kellingunni er alveg sama með hvorum fuglinum sem hún er með núna, en þessi stóri er orðinn enn verri núna þegar þau eru farinn að vera saman,
ef maður skilur þau í sundur, setur kellinguna í annað búrið og kallinn í hitt þá verður kallinn alveg brjálaður.
við getum ekkert haft þennan litla með þeim því þá ræðst þessi stóri á hann alveg eins og skot, þó hann haldi sig útafyrir sig þarna alveg neðst, og litla greyið vill alltaf vera með þeim og sækist mikið í að fara í sama búr og þau eru í.
ég er ekki alveg viss hversu gamlir þessir fuglar eru en þessi stærri er mjög líklega 3 ára, er það orðið of seint að vængstífa hann og reyna að þjálfa hann eitthvað, það er greinilegt að á því heimili sem hann var þá var hann bara kóngurinn og réð öllu, litla greyið hefur ekkert í hann og er bara í alveg skelfilegu ástandi þannig við höldum þeim frá hvor öðrum, og þessi stóri neitar alveg að hlusta á nokkuð sem maður gerir og flýgur bara burt um leið og maður ætlar að reyna að kenna honum eitthvað.
Þannig eftir allt þetta þá vill ég endilega vita hvað ég get gert í þessu máli, ég vill helst að allir 3 fuglar geti verið saman án þess að rýfast meira en þarf, og ég vill endilega að þessi stóri verði gæfur og verði ekki með þessa yfirgangs semi.
kellingin er mjög róleg og lætur þennan stóra ekki vaða yfir sig, og hann er yfirleitt ekki að reyna það, um leið og hann ætlar að gera eitthvað þá sussar hún bara á hann :p og henni er nokk sama þó að þessi litli sé með þeim, en líkar þó augljóslega betur við þennan stóra :)
Allavega þetta varð miklu lengra en ég ætlaði að hafa þetta og ég vona að þetta sé ekki bara eitthvað rugl, og vona að það sé einhver sem hefur einhver góð ráð.
Ah og gleymdi að spurja, eru einhverstaðar á netinu góðar uppl´syingar um hvernig maður á að vængstífa svona dísarfugla, við höfum verið frekar nervous að gera þetta og viljum alls ekki meiða fuglana þannig öll góð ráð eru vel þegin :)
Dance with us gir… dance with us.. into oblivion