Sæl.
Notkun á fuglasandi er umdeild.
Fuglar borða sand (jarðveg) úti í náttúrunni til þess að hreinsa meltingakerfið af óþarfa sem þeir hafa étið, eitthvað sem er tormelt eða eitrað.
Þegar fuglar eru haldnir sem gæludýr eru þeir aldir á korni,pellets, ávöxtum og grænmet, sem er allt auðmelt og því engin ástæða til að vera að gefa sand með fóðri.
Ég þekki fleiri en eitt dæmi hérlendis þar sem fuglar hafa beinlínis dáið vegna fuglasands.
Þeir hafa fengið áráttu fyrir að éta hann, étið í svo miklu magni að það stíflar meltingaveginn og sarpinn; þetta kom í ljós eftir krufningu á 2 dísum og nokkrum ástargaukum.
Flestir fuglar eru ekki krufðir svo maður veit ekki hversu algegnt þetta er.
Sandpappír er varasamur líka sem og leikföng úr efni sem hægt er að draga þræði úr , veit um eina dísu sem var krufinn eftir dauða og sarpurinn var fullur af spottum úr eitthverju leikfangi í búrinu hjá henni :s
Þannig að fuglasandur ; Nei takk, ekki á mínu heimili.
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=21594