Þær verða kynþroska um 3 mánaða en ættu ekki að byrja að verpa fyrr en í fyrstalagi 6 mánaða…
en var finkuparið ástfangið?? ef svo er þá getur verið að liturinn á nýju kellingunni skipti máli…
Ég átti finkupar, brúna kellingu og gráan kall, en svo dó kallinn. Þannig að ég keypti mér hvítan finkukall. En það gerðist akkurat ekkert á milli þeirra, þeim var ekkert illa við hvort annað en þau vildu heldur ekki para sig. Svo soldið seinna fékk ég gefins gráan finkukall og brúna kellingin varð ástfangin! Nánast strax voru þau farin að koma sér fyrir í hreiðrinu og eignast egg saman =)
hvernig hreiður keyptiru fyrir þau? finkur eiga það að verpa bara hvar sem er ef þeim langar að verpa, en þeim líður best í lokuðu hreiðri (semsagt hreiðri með “þaki”) og það eru meiri líkur að þau komi upp ungum.
Svo verðuru líka að passa þig að trufla þær ekki of mikið… finkur eru varar um sig og verða oftast skíthræddar þegar maður nálgast búrið þeirra :P og þetta með nammistangirnar, þær hafa vanalega engan áhuga á því… gefðu þeim frekar hirstistöng, Mínar gjörsamlega elska það :D