Hæ hæ.
Ég á gára sem er 2ja ára og er algjör fjörkálfur!. En það er eitt sem angrar mig og ég þarf að spurja ykkur að.
Sko það var þannig að einn daginn vaknaði ég og var þá gárinn minn rauður á nefinu!. Hann var búinn að vera svona í nokkra daga þangað til að þessi blettur á nefinu varð svartur!. Ég vil bara vita hvort að þið vitið hvort að þessi blettur sem er ekkert lítill sé meinlaus eða þá að ég þurfi að fara með hann í dýrabúð að spurja út í þetta eða jafnvel til læknis?. Ég er dálítið hrædd um litla greiið mitt og vil endilega fá svar sem fyrst!. En hann er alveg sami fjörkálfurinn og áður:o). Sem betur fer.
Er hann bara orðinn of gamall eða er hann veikur?:(.