Ástargaukurinn minn lenti í því fyrir 3 dögum að hoppa ofan í sjóðandi heitan pott (var að sjóða egg) … Að vísu fór hann ekki allur ofan í og þetta stóð ekki lengur en 1-2 sekúndur.. Mjög slæmt þrátt fyrir það..
Ég kældi fætur hans um leið af og til í klukkutíma og fuglinn náttúrlega mjög sjokkeraður eins og við mátti búast :( Vinstri fóturinn var soldið rauður (ekki mikið samt) og svo seinna um kvöldið tók ég eftir blöðru undir goggnum hans..
Ég fór með hann til dýralæknis daginn eftir að þetta gerðist og hún skoðaði hann vandlega og sagði að hann hafði sloppið mjög vel og sendi mig með hann heim og sagði mér að gefa honum A og B vítamín sem ég svo gerði.. Blaðran var þá horfin.
Eftir þetta hefur honum verið að hraka… Hann er ekki líkur sjálfum sér, sefur mikið og það heyrast mjög lág hljóð í honum.. Hann hlífir soldið vinstri löppinni og er mjöög heitur á fótum og á goggnum.. Og svo í gær tók ég eftir að hann er með smá rifu á vinstra augnlokinu, eins og hann hafi brunnið þar líka?
Hvað er hægt að gera? Þarf ég ekki bara að bíða og sjá hvernig hann verður? Haldiði að hann sé bara með hita út frá brunanum eða er þetta e-ð alvarlegra?
Hvernig meðhöndlar maður hita í fuglum?
Ég er með mjög miklar áhyggjur af honum, hann er ekki nema 7 mánaða..
Öll ráð og upplýsingar í sambandi við veikindi í fuglum vel þegin :)