Hérna er smá um páfagaukinn minn.

Páfagaukurinn min heitir Lísa og er handmataður “Red-fronted kakariki” eða rauðbrýndur kakariki fugl. Hún er mest gul en smá græn á bakinu og í andlitinu. Hún er með rauðan koll og stuttar, rauðar rendur eftir augunum eins og allir rauðbrýndir kakariki fuglar. Ég fékk hana í janúar í f&f (furðufuglar og fylgifiskar) eftir að hafa skoðað mikið af fuglum. Hún var fædd í lok nóvember. Hún er mjög gæf og vill helst vera hjá manni. Hún bítur ekki nema maður sé með eitthvað sár sem hana langar í;D. Ég get ekki sent inn mynd af einhverjum ástæðum en reyni það seinna.