Nú er ég búin að eiga hann Hómer í næstum 2 mánuði… Hann er handmataður Peach faced lovebird ..
Hómer er alveg rosalega skemmtilegur, nagar allt og er mjög háður okkur sem eigum hann…
Málið er að mig langar að geta þjálfað hann meira.. En það gæti orðið erfitt þar sem hann borðar ekkert nema korn og þá væri ekki hægt að verðlauna hann ef hann gerir e-ð sniðugt..
Hann kann að labba stiga og hann svarar þegar maður kallar á hann í ákveðnum tón.
En hann er rosalega frekur stundum og vill helst ekkert vera inni í búrinu sínu og það er ekki alltaf sem maður getur haft hann úti því hann getur verið svolítið krefjandi, nagar lyklaborðið á tölvunni, nagar eyrnalokka o.þ.h. (hann er vængstífður)
Þetta er allt saman mjög sætt en mig langar til þess að geta þjálfað hann svo hann verði betri í “mannasiðum” Hehe (eða kannski fuglasiðum) :)
Og hvernig er það líka? Hann vill ekki sjá fuglabaðið sem ég keypti handa honum heldur baðar hann sig uppúr vatnsdallinum sem er btw pínulítill… Hvað get ég gert svo að hann fái almennilegt bað? Því ég hef heyrt að fuglar elski að baða sig :)
Hann gargar líka stundum alveg rosalega hátt og þá sérstaklega á morgnana? Einhver leið til þess að láta hann hætta því?
Eruði með einhver góð ráð annað en að fara í google og fletta upp fuglaþjálfun? :)
Einhverjar reynslusögur af þjálfun ástargauka?
Öll ráð eru þegin…
Takk ;)