Einhvernstaðar heyrði ég að það væri mun auðveldara að ala gára, kenna honum ýmsar kúnstir og jafnvel láta hann tala… Ástargaukar væru erfiðari í “uppeldi” og maður þyrfti að vera mjög þolinmóður til þess að eiga þannig fugl og það væri ekki hægt að kenna þeim að tala? En ef manni tekst að ala hann vel þá væri ástargaukur mjööög skemmtilegur og góður fugl..
Málið er sko að ég er að fara að fá mér fugl og ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að fá mér gára eða ástargauk … :/ Og líka hvort ég vilji fá fuglinn handmataðan eða ekki?? ….
Ég og kærastinn minn erum í burtu alla virka daga frá 8-16 en heima á kvöldin og um helgar þannig það myndi ekki vera einhver svaka tími sem við myndum eyða með fuglinum, en þó einhver…
Í rauninni það eina sem skiptir máli um val okkar á fugli er að hann verði gæfur og skemmtilegur og auðvitað myndum við gera okkar allra besta til þess að reyna að ala hann enda langar okkur báðum mikið í fugl og myndum því sinna honum vel…
Spurningin mín er því þannig hvort við eigum að fá okkur gára eða ástargauk? Hvor fuglinn er auðveldara að ala og láta hann verðan gæfan og skemmtilegan?
Með von um fræðandi svör :)