Nokkrir sem ég hef talað við í sambandi við kringlótt búr vilja meina að ef fugl sé í kringlóttu búri þá finni hann ekki nægt öryggi inni í því vegna þess að það eru engin horn til að fara í.
Hinsvegar hef ég hitt gára sem hafa alla sína tíð verið í kringlóttum búrum og ekki virkað neitt öðruvísi heldur en aðrir gárar, en við vitum náttúrulega ekki hvað þeim finnst ;)
Persónulega myndi ég ekki vilja kringlótt búr, en það er auðvitað bara persónubundið ;)
Ég mæli með því að þú spjallir við einhvern fuglafróðann einstakling um þetta og sjá hvað sá aðili segir, svo er það bara þitt að vega og meta hvort þú viljir hafa fuglinn áfram í búrinu ;)
Annars til hamingju með fuglinn og gangi ykkur vel ;)
það er ömurlegt að vera peningalaus!