Fuglinn sem að ég átti svaraði nafninu sínu vel. Ef hann var að gera eitthvað af sér þá var nóg að segja Georg eða Goggi og þá hætti hann að gera það sem hann var að gera. Goggi svaraði líka þegar að maður blístraði á hann, “fjúdd fjú” þá gerði maður “fjúdd” og hann gerði “fjú” :P. Það var geðveikt skemmtilegt við hann.
Ég reyndar þurfti að losa mig við hann. Ég hafði ekki nógu mikinn tíma til að sinna honum. Er í skóla og svo á ég kærasta og eyði miklum tíma í hann. Þannig að ég varð að láta hann fara. Ég bæði sé eftir því og ekki. Það er gott að vera laus við allt gargið í honum sem var yfirþyrmandi þegar að ég var ekki heima og þegar að ég fór út úr herberginu sem hann var í. Hann öskraði þegar að hann sá mig ekki. Endalaust.
En já, fuglar þekkja nafnið sitt ef að nafnið er sagt nógu oft við þá og ekkert annað nafn er notað á þá.
Nafli er lok fyrir ástand í alheimsvanda, úti sem og Gabríel…