það er mjög misjafnt hversu mörg egg þeir verpa :) getur verið frá einu upp í sjö egg :) og ef þú hefur þokkalega heitt inní herberginu og gefur þeim eggjafóður og hirsi þá eru nokkuð góðar líkur á því að flestir lifi þetta af :) ef kellingin hendir eggi úr kassanum þá er það fúlegg, kerlingarnar vita það :) en ef þú tekur eftir því að hún hugsar ekki nógu vel um ungana þá skaltu taka þá og handmata þá :) það þarf þá að gefa þeim að éta á 3-4 tíma fresti með eggjafóðri sem þú annaðkvort tyggur sjálf/ur og gefur af tungunni eða að merja það með volgu vatni og gefa úr sprautu :) þá þyrfti helst að sjóða vatnið :) en annars gangi þér vel :)