Ég var að fá fugl sem heitir Vinur. Þetta er Gári sem er blár á kroppinum, með smá fjólublátt í andlitinu og svart - gráa og hvíta vængi. Ég fékk hann gefins frá frænda mínum. Hann er mjög gæfur og er engin mannafæla. Á kvöldin og um morgnana bítur hann bara en það er þá ekkert fast.Honum finnst mjög gaman í þvottahúsinu og í glugganum. Svo fer hann oft uppá ljósið. Við erum nýbýin að fá hann og hann er strax byrjaður að treista okkur. Við leyfum honum mikið að vera frjálsum og hann er vanur að vera í lófa. Hann er byrjaður að snirta sig í höndini á okkur. Hann leyfir mér að snerta goggin og fæturnar. En hann leyfir ekki alveg að snerta vængina. Hann kann að vera á putta. Það besta sem hann fær eru nammistangir. Hann fær þær ef hann gerir eitthvað rétt og stundum á laugardögum. Hann er smá byrjaður að fljúga en klessir samt mikið á veggi. Hann sækist í ljós og honum finnst gaman uppá haus á fólki með mikið hár. Hann er oft uppá öxlini á okkur. Búrið hans er stórt með:
Vatnsdalli, leikföngum, spegil, matardalli, bjöllu, rólu, nammiprik, orkufóður, kalkstein, prik og prik til að brýna gogg / neglur. Hann er núna á öxlini á mér.