Fyrir þá sem ekki vita eru þau búin að liggja stíft á eggjum í meira en mánuð. Mér fannst vera komið nóg núna, því þau eiga bara að liggja í 2 vikur! Þannig um helgina ákvað ég að taka litlu eggin 3 úr hreiðrinu, því það ætlaði greinilega ekkert að rætast úr þeim :( Hún hefur í þessi 2 skipti sem áður komu egg tekið sér pásu á milli varpa í a.m.k. en 4 mánuði, en núna eru þau strax farin að para sig aftur Þessi litla dama ætlar greinilega ekki að gefast upp! Mér líst hins vegar ekkert voðalega vel á þetta, þar sem henni veitti ekki af smá hvíld greyinu, hefur öll horast og er hálf tuskuleg greyið. Bara spurning hvort það sé ekki of seint að taka hreiðrið alveg úr búrinu? Æ, kellingargreyið, hana langar svooooo að verða mamma!<br><br><font color=“#800000”>Kveðja,
Begga</font
- www.dobermann.name -